Faraldurinn ekki gert okkur gjarnari á að skella öllu í lás Snorri Másson skrifar 7. febrúar 2022 11:50 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. Samsett Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum. Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022 Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Þar sem hitastigið var ívið hærra en spár gerðu ráð fyrir snjóaði öllu minna í nótt en óttast var. Þar með voru áhrif óveðursins á færð á höfuðborgarsvæðinu ekki slík að undir morgun ætti fólk í verulegum vandræðum með að komast leiðar sinnar. Af þessum sökum hefur mikillar gagnrýni orðið vart á samfélagsmiðlum; að loka öllum leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hafi verið yfirdrifið. Leikskólar verða opnaðir aftur eftir hádegi og frístundaheimili grunnskóla sömuleiðis nú um miðjan dag. „Ég held að við séum komin í gegnum það versta, þannig að við höldum viðbúnaði en allt er smám saman að opnast,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn almannavarna í samtali við fréttastofu. Maður hefur lesið á netinu að fólk sé efins um ágæti þeirra að gerða að skella öllu í lás út af þessu. „Ég held að það sé kannski ástæðan fyrir því að þetta gekk allt saman vel. Fólk var bara rólegt og fór ekkert af stað of snemma í morgun, eins og við vorum búin að segja hérna á höfuðborgarsvæðinu. Börnin fengu að njóta vafans,“ segir Víðir. En þú sem hefur verið í almannavörnum um langa hríð, myndirðu segja að við værum eftir heimsfaraldur gjarnari á að skella öllu í lás? „Nei, nei. Þetta er bara það sama og við höfum gert í óveðrum í langan tíma.“ Þannig að þetta er ekki drastískara nú? „Nei. Við skulum ekki gleyma því að það var rauð viðvörun á höfuðborgarsvæðinu sem er mjög sjaldgæft og aðstæður í nótt voru mjög slæmar á tímabili alla vega. En ég skil vel fólk sem býr nálægt sjónum á láglendinu að hafa ekki fundist þetta vera neitt mikið. En það þarf ekki nema að fara í úthverfin, þar sem var allt önnur staða,“ segir Víðir. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir gott að fyllstu varúðar hafi verið gætt í ráðstöfunum, en einnig þurfi að hafa kjark til að endurskoða ákvarðanir eins og gert hafi verið. „En að menn séu gjarnari á að beita stóru sleggjunni núna eftir Covid? Ég get ekki sagt það, af því að við vorum í nákvæmlega sömu aðstæðum fyrir rúmum tveimur árum síðan þegar það var tekin sambærileg ákvörðun,“ segir Helgi. Skólayfirvöld á höfuðborgarsvæðinu ákveðið að opna leikskóla klukkan eitt. Þessi ákvörðun á einungis við þá leikskóla þar sem ekki voru áður auglýstir skipulagsdagar. Starf grunnskóla fellur niður í dag eins og áður hefur verið tilkynnt. Starf frístundaheimila, íþróttastarf, tónlistarskóla og félagsmiðstöðva hefst á sínum hefðbundnu tímum. Hvaða rugl er þetta? Það er engin ástæða til að fella niður allt skólahald allan daginn. https://t.co/O8aOMgLfAY— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 6, 2022 Í rauðri viðvörun fyrir 2 árum keyrði ég um borgina á framhjóladrifnum ónegldum bíl í ágætu skyggni og færi.Núna er veðrið að ganga niður og búið að aflýsa skólum í allan dag.https://t.co/0WuzZieqkG— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) February 7, 2022 úff hér í kringlunni eru foreldrar grunnskólabarna að mótmæla lokunum vegna veðurs pic.twitter.com/IR9vkfks1I— Atli Fannar (@atlifannar) February 7, 2022
Veður Skóla - og menntamál Grunnskólar Leikskólar Lögreglumál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira