Eyrugla stoppuð upp á Selfossi og fer í Grímsnes Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. febrúar 2022 21:00 Brynja við eyrugluna, sem hún var að klára að stoppa upp. Hún fær að vera upp á vegg í einhverjar vikur á meðan hamurinn þornar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Eyrugla, sem fannst dauð við sumarbústað í Grímsnesi síðasta sumar fær nú nýtt hlutverk því hún hefur verið stoppuð upp og fer aftur í Grímsnesið. Hamskeri, sem sá um verkið, segir mjög vandasamt að stoppa upp uglur. Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira
Brynja Davíðsdóttir er hamskeri á Selfossi, sem hefur getið sér gott orð í faginu enda hefur hún stoppað upp ótal fugla í gegnum árin. Nýjasta verkefni hennar er þessi fallega eyrugla, sem situr á grein upp á vegg hjá henni á meðan hamurinn þornar á næstu vikum. „Þessi ugla var merkt í hreiðri síðasta sumar þegar hún var orðin hálfstálpuð en svo mánuði eftir þá finnst hún við sumarbústað í Grímsnesinu, ekki langt frá því, sem hún var merkt látinn. Það sást ekkert á henni, hún lág bara rétt við bústaðinn,“ segir Brynja aðspurð um afdrif uglunnar. Kunningjar Brynju komu með ugluna til hennar og báðu hana um að stoppa hana upp. Brynja gaf sér góðan tíma til að hugsa málið en ákvað svo að taka verkið að sér með samþykki Gunnars Þórs, fuglafræðings, sem er að gera rannsóknir á uglum. En þetta er ekki fyrsta uglan, sem Brynja stoppar upp. „Nei, nei, en þær eru alltaf jafn erfiðar, ég held ég fái nokkrar uglur á ári til að stoppa upp, þær eru virkilega erfiðar að tækla. Þessi kom skemmtilega út,“ segir Brynja hlægjandi og bætir við. „Hún fer svo upp í bústað þar sem hún fannst dáin. Hún verður þar hluti af náttúrunni áfram. Það er bara vonandi að systkini hennar og foreldrar nái að fjölga sér áfram.“ Það er gaman að sjá aðra fugla, sem Brynja hefur stoppað upp. Þeir eru margir hverjir ótrúlega flottir hjá henni hún virðist ná öllum smáatriðum upp á tíu. En hvernig er að vera svona mikill snillingur? „Það er gott að þú segir það í skammdeginu, takk, manni finnst maður aldrei vera snillingur, maður stendur til aldrei nógu vel, en ég er virkilega stolt af þessari uglu,“ segir Brynja hamskeri á Selfossi. Hér er síðan sem Brynja er með á Facebook Brynja er ótrúlega flinkur uppstoppari, ekki síst þegar fuglar eru annars vegar, enda er meira en nóg að gera hjá henni að stoppa upp fyrir fólk víðs vegar af landinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Grímsnes- og Grafningshreppur Fuglar Föndur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Sjá meira