Okrað á almenningi: Spurningarnar sem ráðherra verður að svara Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 12:00 Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Orkumál Verðlag Neytendur Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun