Hafna athugasemdum Sjúkratrygginga og 175 milljóna kröfu Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2022 11:44 Einar Hermannsson er formaður SÁÁ. VÍSIR/VILHELM Formaður SÁÁ hafnar öllum athugasemdum sem eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands gerir við starfshætti samtakanna, sumar mjög alvarlegar. Sjúkratryggingar krefja SÁÁ um tæpar 175 milljónir í endurgreiðslu, meðal annars vegna reikninga fyrir ráðgjafaviðtöl sem eftirlitsnefnd telur tilhæfulausa. Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands. Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira
Stundin greindi frá málinu í morgun en það á sér margra mánaða aðdraganda en eftirlitsdeild Sjúkratrygginga hóf eftirlit með starfsemi SÁÁ í febrúar í fyrra. SÁÁ var svo tilkynnt um lokaniðurstöðu eftirlitsnefndar 29. desember síðastliðinn. Sjúkratryggingar gera aðallega athugasemdir við þrennt; að ungmennadeild SÁÁ á Vogi hafi verið vannýtt, að göngudeild SÁÁ hafi verið lokað árið 2020 og vegna þess sem Sjúkratryggingar segja ranga reikninga ráðgjafa vegna viðtala við skjólstæðinga. Einar Hermannsson formaður SÁÁ bendir á að grípa hafi þurft til lokunarinnar vegna heimsfaraldurs. „Þau vilja rukka okkur um að við lokuðum þegar mestu fjöldatakmarkanirnar voru, við gátum ekki haldið úti starfsemi í húsinu bara út af fjölda. Hér á göngudeildinni í Efstaleiti eru um 27 þúsund heimsóknir á ári,“ segir Einar. „Á sér enga stoð í raunveruleikanum“ Alvarlegasta gagnrýni eftirlitsdeildarinnar lýtur að reikningum vegna viðtala við skjólstæðinga. Það er talað um sutt óumbeðin símtöl, sem hafi verið hringd að frumkvæði ráðgjafa en rukkað fyrir þau sem ráðgjafasímtöl. Þetta hljómar ekki sérstaklega vel, hvernig útskýrið þið þetta? „Þegar þú lest þetta svona hljómar þetta mjög illa, ég get alveg tekið undir það. En þetta á sér enga stoð í raunveruleikanum. Öll þessi símtöl sem voru hringd voru annað hvort að beiðni skjólstæðinga eða þá að viðhalda sambandi við skjólstæðing,“ segir Einar. „En við höfum svosem sagt að það geti vel verið að það sé pínulítill hluti sem var ekki rétt rukkaður.“ Ekki heldur náðst í Kjartan Hrein Njálsson aðstoðarmann Landlæknis í dag en hann staðfestir við Stundina að embættið hafi verið upplýst um málið. Einar segir næstu skref að ræða við Sjúkratryggingar. „Það hefur í raun ekkert samtal átt sér stað allt þetta ferli.“ María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Sigurjón María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segir þó að mikil samskipti hafi verið við SÁÁ í gegnum ferlið. „Þetta mál er enn þá í vinnslu og okkur finnst mikilvægt að því ljúki sem fyrst enda um mjög mikilvæga starfsemi að ræða,“ segir María. Fréttin var uppfærð klukkan 12:08 með viðbrögðum frá Maríu Heimisdóttur, forstjóra Sjúkratrygginga Íslands.
Heilbrigðismál Fíkn Stjórnsýsla SÁÁ Kæra Sjúkratrygginga vegna starfshátta SÁÁ Sjúkratryggingar Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Fleiri fréttir Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Sjá meira