Valfrelsi í orði en ekki á borði Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 13. janúar 2022 07:30 Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í Garðabæ eiga foreldrar að hafa frjálst val um skóla fyrir börn sín. Það valfrelsi hefur verið ríkjandi um langt skeið og byggir á mikilvægri, framsækinni, pólitískri ákvörðun sem var tekin í mun einfaldara og minna samfélagi en við búum í núna. Skólar í rekstri sveitarfélagsins voru þrír, tveir þeirra eingöngu ætlaðir yngsta og miðstigi grunnskólans og einn safnskóli fyrir alla unglinga sveitarfélagsins. Að auki voru tveir sjálfstætt starfandi skólar, sem foreldrar gátu valið án viðbótar kostnaðar. Valið var skýrt, annars vegar sjálfstætt starfandi skóli og hins vegar hverfisskóli á yngsta og miðstigi grunnskólans. Nú er öldin allt önnur. Garðabær er annað og stærra sveitarfélag, nýtt hverfi byggist upp á ógnarhraða og uppbygging á fleiri nýjum hverfum í undirbúningi. Íbúum hefur fjölgað hratt og fjölskyldur velja Garðabæ til búsetu vegna þess að þær reikna með að íbúar hafi áfram val um skóla, óháð því í hvaða hverfi sveitarfélagsins þær kjósa að búa. En er það svo? Hafa foreldrar raunverulegt val um skóla af sömu gæðum, skóla sem bjóða upp á sambærilegt námsval og þær aðstæður sem þykja bestar fyrir fjölbreytilegan nemendahóp? Mistök við hraða uppbyggingu Við sem höfum kosið að starfa fyrir íbúa sveitarfélagsins vitum að það sem skiptir öllu máli fyrir barnafjölskyldur er nálægð við leik- og grunnskóla, íþrótta- og tómstundastarf, samfellan í degi barnanna og öryggi í samgöngum. Því miður sjáum við að ýmislegt hefur farið úrskeiðis við þessa hröðu uppbyggingu þegar litið er til raunveruleikans sem blasir við í Urriðaholtinu. Þar er ekki við neinn að sakast nema meirihluta bæjarstjórnar, sem hafði öll tækifæri til að standa undir væntingum íbúanna. Meirihlutinn hefði hæglega getað byggt þjónustu upp hraðar en hefur kosið að gera það ekki, því skuldahlutfall og skuldaviðmið í rekstri sveitarfélagsins hafa verið langt undir viðmiðum og útsvarsprósenta í algjöru lágmarki. Tækifærin á kjörtímabilinu til að gera betur blöstu við. Hæglega hefði mátt taka lán eða hækka útsvar tímabundið til að mæta óvenju hraðri íbúafjölgun, en þar virðist bæði hafa skort vilja og kjark. Vissulega sogaði bygging fjölnota íþróttahúss til sín um 5 milljarða króna, en við höfðum samt svigrúm til að gera betur. Meirihlutinn kaus hins vegar að halda samfélaginu í einhvers konar gíslingu gamalla ákvarðana. Þær skulu standa, án nokkurrar rýni eða endurskoðunar um í hverju valfrelsið felst í raun og veru. Það er nefnilega bara í orði, en ekki á borði. Unglingarnir, um 40 ungmenni geta ekki stundað nám í hverfinu sínu. Þeir hafa ekkert val. Veljum raunverulegt val og alvöru uppbyggingu nýrra hverfa Þetta ráðaleysi hefur að sjálfsögðu þær afleiðingar, að ýta undir brotthvarf fjölskyldna úr nýja hverfinu. Nærþjónusta við barnafjölskyldur er einfaldlega léleg. Leikskólarými vantar og grunnskólinn er ekki byggður upp á þeim hraða sem þörf er á til að tryggja þetta margumrædda valfrelsi, gæði og möguleika á samfellu skóla, íþrótta- og tómstundastarfs. Þegar þetta skortir leitar barnafólk eðlilega annað. Hlutverk kjörinna fulltrúa er að tryggja að samfélagið og hinar ýmsu stofnanir þess og kerfi gangi hnökralaust, í þágu íbúanna. Þegar við blasir að það hefur mistekist er ekki í boði að leggja árar í bát. Þvert á móti, við verðum að leggjast fastar á þær og sýna að í Garðabæ er hægt að hafa góða þjónustu fyrir íbúana og alvöru valfrelsi um skóla. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun