Réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 19:00 Katrín Jakobsdóttir. vísir/vilhelm Forsætisráðherra segir að réttarkerfið þurfi að þróast í takt við þá miklu samfélagslegu umbreytingu sem nú eigi sér stað í málefnum um kynferðisofbeldi. Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Forsætisráðherra segir að marktækar breytingar eigi sér nú stað í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi. „Við erum auðvitað stödd í gríðarlegri samfélagslegri umbreytingu sem að einhverju leyti hófst með fyrstu metoo bylgjunni fyrir fjórum árum sem hefur skilað sér í ákveðnum breytingum og það má segja að þetta nýjasta mál marki síðan ákveðin tímamót í þessum málum öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísar hún þar í atburðarás sem fór hratt af stað þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungar konu um að fjórir þeirra hefðu brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambndi við vin þeirra. Mennirnir hafa allir verið þöglir sem gröfin eftir að málið rataði í fjölmiðla, þrátt fyrir tilraunir fréttastofu til þess að ná í þá í dag og síðustu daga. Þá hefur Elín Margrét Stefánsdóttir, stjórnarformaður Íseyjar útflutnings ekki heldur svarað símtölum fréttastofu þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir en stjórnin sagði framkvæmdastjóranum, Ara Edwald upp störfum vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Katrín segir að okkur miði fram á við í málaflokknum. „Það er að aukast mjög skilningur í samfélaginu á kynbundnu og kynferðislegu áreitni og ofbeldi, afleiðingum þess og hvað þarf að breytast til þess að við getum tryggt það að þetta samfélag sé í raun öruggt fyrir okkur öll.“ Þá sé mikilvægt að bæta réttarstöðu þolenda líkt og kveðið er á um í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. „Það skiptir einmitt máli að bæði réttarkerfið og öll okkar kerfi taki breytingum í takt við þessa samfélagslegu þróun.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur MeToo Tengdar fréttir Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30 „Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Sjá meira
Segir ungar konur hvatningu og greinir frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn Kona á sextugsaldri sem greindi frá kynferðisofbeldi eftir 42 ára þögn óttast að konur á hennar aldri veigri sér við því að stíga fram og skila skömminni. Hún dáist að ungum konum sem séu smátt og smátt að breyta samfélaginu. 10. janúar 2022 19:30
„Sorglegt? Nei, fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt“ „Ég hef tekið eftir því að sumir afgreiða fréttir síðustu daga með því að segja að þetta sé „fyrst og fremst sorglegt“. Eins og það sé niðurstaðan. Nei, þetta er fyrst og fremst viðbjóðslegt og ömurlegt og það þarf að ræða þetta – meira og lengur. Fletta lögunum af, einu af öðru – því þetta er í mörgum, hárfínum lögum og þetta snýst ekki bara um fimm spillta og dómgreindarlausa karla úti í bæ.“ 11. janúar 2022 14:16
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50
Merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu eftir atburði gærdagsins Aðjúnkt við Háskóla Íslands merkir viðhorfsbreytingu í samfélaginu þegar kemur að umræðu um kynferðisofbeldi eftir atburði gærdagsins. 7. janúar 2022 12:32