101 dagur í næsta frí: „Tökum febrúarlægðirnar beint á kassann og ekkert breik“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. janúar 2022 15:00 101 dagur er í næsta almenna frídag, skírdag. Vísir/Vilhelm Landsmenn þurfa að bíða talsvert eftir næsta almenna frídegi, eða í um þrjá og hálfan mánuð. Næsti frídagur er ekki fyrr en á skírdag, sem verður í ár þann 14. apríl – eftir samtals 101 dag. „Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi. Páskar Jól Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
„Við tökum febrúarlægðirnar bara beint á kassann og ekkert breik,“ segir Friðrik Jónsson, formaður BHM, í samtali við Vísi. „Jibbí!,“ bætir hann við, léttur í bragði. Allur gangur getur verið á því hvenær páskadagur fellur, en hann getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina. Páskadagur verður til dæmis 9. apríl á næsta ári og 31. mars árið 2024. Þessar fréttir gætu reynst sumum nokkuð erfiðar enda var lítið um frí yfir hátíðirnar; hálfur dagur á aðfangadag og hálfur dagur á gamlársdag. „Og svo er bara venjulegur mánudagur í dag og fimm daga vinnuvika fram undan, þannig að þeir sem eiga uppsafnað orlof – nýtið það!“ segir Friðrik. Einn frídagur næstu jól Og til að bæta gráu ofan á svart verður jólahátíðin í ár sambærileg og á nýliðnu ári en þá fellur aðfangadagur á laugardag og jóladagur á sunnudag. Þá verður gamlársdagur á laugardegi. Friðrik segir að stytting vinnuvikunnar sé þó ákveðinn plástur á sárin. „Ég held það finnist engum verra að geta safnað upp þessum fjórum tímum á viku.“ Næstu frí á eftir páska er sumardagurinn fyrsti, fimmtudaginn 21. apríl, en baráttudagur verkalýðsins 1. maí verður á sunnudegi, og þjóðhátíðardagur Íslendinga, 17. júní, verður á föstudegi.
Páskar Jól Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira