Varað við hættu á gróðureldum: Vonskuveður á nýársdag Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 31. desember 2021 09:15 Gert er ráð fyrir vonskuveðri víðsvegar á landinu á morgun, nýársdag. Veðurstofan Vonskuveður verður nánast á landinu öllu á morgun, nýársdag, en gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum fyrir hádegi á morgun. Þá hefur slökkviliðið varað við gróðureldum en Brunavarnir Árnessýslu sendu meðal annars frá sér tilkynningu þess efnis fyrr í dag. Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Einstaklega þurrt er nú á Suðurlandi og lítið þarf til að koma af stað gróðureldum. Brunavarnir Árnessýslu vilja árétta að fólk sýni ítrustu varkárni um áramótin við notkun flugelda, enda geti glóð úr flugeldum auðveldlega farið í gróður og kveikt gróðurelda. Fréttastofa greindi frá því í vikunni að gróðureldar hafi kviknað út frá flugeldum í Árnessýslu og slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu slökkti gróðurelda á Seltjarnarnesi í gær. Gul viðvörun tekur gildi í öllum landshlutum landsins í fyrramálið en á Suðurlandi er gert ráð fyrir norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu. Hvassast undir Eyjafjöllum og ferðaveður varasamt. Sama staða er uppi á teningnum á Suðausturlandi en hvassast verður í Öræfum. Þar er gert ráð fyrir vindhviðum allt að 45 metrum á sekúndu og ferðaveður er varasamt. Á Vestfjörðum er spáð norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndum með vindhviðum sem geta náð allt að fjörutíu metrum á sekúndu. Lítið skyggni getur verið öðru hvoru í skafrenningi. Sama staða er uppi á Ströndum og Norðurlandi vestra. Á Norðurlandi eystra er gert ráð fyrir norðaustanhríð með vindraða á bilinu þrettán til tuttugu metrum á sekúndu. Hvassast er við Eyjafjörð og víða er lítið skyggni í snjókomu eða skafrenningi. Ferðaveður er varasamt. Á Austfjörðum og á Austurlandi er gert ráð fyrir norðanátt og vindur verður á bilinu 15 til 23 metrar á sekúndu. Hviður geta náð allt að 35 metrum á sekúndu og gert er ráð fyrir litlu skyggni. Gul viðvörun er í öllum landshlutum landsins en gert er ráð fyrir að lægja taki víðast hvar upp úr miðnætti annað kvöld.Veðurstofan
Veður Áramót Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Gróður farinn að grænka fyrir norðan Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Kjörið flugeldaveður um áramótin og líklega lítil mengun Sérfræðingur í loftgæðamálum segist ekki gera ráð fyrir mikilli mengun vegna flugelda á höfuðborgarsvæðinu um áramótin. Vindáttin er nú hagstæðari en fyrri spár gerðu ráð fyrir og ætti því að vera kjörið flugeldaveður þegar nýja árið gengur í garð. 30. desember 2021 11:51