Gagnrýnir aðgerðaleysi til að mæta þeim sem mest missa vegna sóttvarna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. desember 2021 10:01 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gagnrýnir að ríkisstjórn sé ekki skýrari í því hvort styðja eigi við fólk og fyrirtæki sem verði fyrir skaða vegna sóttvarnaaðgerða. Vísir/Vilhelm Borgarstjóri segir aðgerðir ríkisstjórnar til að mæta fólki og fyrirtækjum vegna hertra sóttvarnaaðgerða ekki nógu skýrar. Óljóst sé hvort standi til að koma til móts við fólk og fyrirtæki sem hljóti skaða af sóttvarnaaðgerðum. „Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Ég saknaði þess sannarlega að ekki væru gefin skýr skilaboð um aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar til að mæta stöðunni fyrir fólk og fyrirtæki. Margvíslegur rekstur sem hefur staðið kófið af sér með útsjónarsemi og úthaldi þurfti sannarlega á jólavertíðinni að halda til að geta rétt úr kútnum,“ skrifar Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, í færslu sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra kynnti í gær hertar sóttvarnaaðgerðir vegna uppgangs ómíkron afbrigðis kórónuveirunnar hér á landi. Aðgerðirnar felast meðal annars í styttri opnunartíma hjá veitinga- og skemmtistöðum og krám og sundstaðir, líkamsræktir og skíðasvæði mega þá taka á móti 50% leyfilegs hámarksfjölda. Róður margra fyrirtækja hefur verið þungur frá því að faraldur byrjaði, með sífelldum breytingum á sóttvarnaaðgerðum, styttum opnunartímum, lægri gestafjölda og svo mætti lengi telja. Þá hefur sviðslistafólk gagnrýnt aðgerðir harðlega, sérstaklega þegar þær eru boðaðar með stuttum fyrirvara með þeim afleiðingum að aflýsa eða fresta þurfi viðburðum. „Ljóst er að janúar og febrúar geta orðið mörgum fyrirtækjum erfiðir, ekki síst veitingarekstri, viðburðahaldi og sviðslistum en það getur einnig átt við um ferðaþjónustu og fleiri,“ skrifar borgarstjóri. Dagur segist telja nauðsynlegt að ríkisstjórn og Alþingi gefi skýrar til kynna að til standi að koma til móts við fólk í þessum aðstæðum og það verði ekki skilið eftir með óvissuna á herðunum yfir hátíðarnar. „Sama á sannarlega við um fyrirtæki og ýmsan rekstur. Skýra þarf hvaða úrræði verða endurvakin, hverjum framlengt og hverjum ekki. Ég mælist eindregið til þess að Alþingi taki af skarið í þessu efni áður en fjárlög verði afgreidd að nýtt ár gengur í garð.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir „Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28 Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59 Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. 21. desember 2021 23:28
Þingmenn vilji vita meira um ástæður aðgerða hverju sinni Þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að þingmenn fái að vita meira um rökin á bak við þær sóttvarnaaðgerðir, sem eru í gildi hverju sinni. Þá telur hann tíma til kominn að tekið sé meira mið af félagslegum- og andlegum áhrifum við ákvarðanatöku um aðgerðir. 22. desember 2021 08:59
Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. 22. desember 2021 08:14