Mikill vöxtur er í tilraunum til tölvuárása vegna Log4j Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 14:23 Veikleikinn er einn sá alvarlegasti sem hefur fundist á seinustu árum. Getty Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans. Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir. Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Að sögn almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra starfa allir ómissandi innviðir og þjónusta nú eðlilega. Netöryggissveitin hefur aflað upplýsinga um stöðu mála frá rekstraraðilum nauðsynlegrar þjónustu og mikilvægra innviða á sviði orku-, heilbrigðis-, fjármála-, fjarskipta, stafrænna grunnvirkja og samgöngumála. Yfir 90% telja sig hafa náð utan um heildarmynd sinna kerfa með tilliti til Log4j veikleikans. Aðrir hafa náð utan um hann að hluta til en eru enn að greina sín kerfi. Um 80% hafa gripið til sértækra aðgerða til að bregðast við veikleikanum og í sumum tilfellum hefur tímabundin truflun verið á kerfum samhliða því. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í gær að framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggi forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Þá sé hætta á því að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum. Telja sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti Fram kemur í nýju stöðumati almannavarna að rekstraraðilar telji sig hafa brugðist við með fullnægjandi hætti. Þá séu þeir komnir eða við það að komast á þann stað að búið sé að uppfæra kerfin eða grípa til annarra fullnægjandi tímabundinna varna. Að sögn almannavarna vinna vinna rekstraraðilar enn að málinu og bregðast við nýjum upplýsingum og uppfærslum eftir því sem þær berast. Fylgst sé náið með kerfum og hegðun þeirra ásamt þróun veikleikans á heimsvísu og hvaða áhrif hún geti haft. Áfram er unnið undir óvissustigi og er það metið daglega. Eiga að uppfæra hugbúnað án tafar Þeim tilmælum er áfram beint til rekstraraðila net- og tölvukerfa að farið sé yfir öll þau kerfi þar sem veikleikinn gæti hugsanlega verið til staðar. Mikilvægt sé að uppfæra þau án tafar þar sem uppfærslur eru í boði og setja sig í samband við framleiðendur kerfa og hugbúnaðar til þess að fá upplýsingar um hvenær uppfærslna er að vænta. Einnig þurfi að huga að og fylgjast sérstaklega vel með þeim kerfum í framhaldi af uppfærslu og meta hvort vísbendingar sjáist um að veikleikinn hafi verið nýttur til að koma fyrir spillikóðum meðan kerfin voru veik fyrir.
Netöryggi Almannavarnir Tölvuárásir Tengdar fréttir Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00 Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01 Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Skotárás á Times Square Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Hvetur fyrirtæki til að deila reynslu sinni verði þau fyrir tölvuárás Framkvæmdastjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis ráðleggur forráðamönnum fyrirtækja að gera ráð fyrir að tölvukerfi þeirra hafi orðið fyrir tölvuárás. Öryggisbrestur sem uppgötvaðist fyrir nokkrum dögum muni valda skaða. 14. desember 2021 20:00
Upplýsingar um landsmenn í hættu Hætta er á að persónugreinarlegar upplýsingar um landsmenn leki úr tölvukerfum að sögn framkvæmdastjóra Syndis. Afar mikilvægt sé að fyrirtæki og stofnanir vakti kerfin sín allan sólarhringinn og láti greina hvort að þær hafi verið sýktar af óprúttnum aðilum. 14. desember 2021 12:01
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna Log4j Ríkislögreglustjóri í samráði við netöryggissveit CERT-IS og Fjarskiptastofu lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna Log4j veikleikans. 13. desember 2021 17:07