Svona eru jólin Bergþóra Baldursdóttir skrifar 14. desember 2021 08:01 Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergþóra Baldursdóttir Fjármál heimilisins Jól Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Nú styttist í jólin og spennandi að sjá hvort mamma kyssir jólasveininn að þessu sinni. Jólin eru sannarlega hátíð samverustunda með fjölskyldu og vinum en desember er einnig stærsti útgjaldamánuður allflestra. Það er nefnilega svo margt dýrt við jólin. Eyðum mest í desember Það er engum blöðum um það að fletta að Íslendingar eru kaupglaðir þegar líður að jólum. Þetta sést svart á hvítu á notkun greiðslukorta í desember. Í fyrra nam kortavelta um 95 milljörðum króna og var neysla okkar í desembermánuði um 14% meiri en að jafnaði aðra mánuði ársins. Þetta er þróun sem hefur verið við líði undanfarna áratugi og var einnig staðan í fyrra þrátt fyrir heimsfaraldur. Frá aldamótum hefur eyðsla í desember verið á bilinu 11-21% yfir meðaltali hvers árs eins og sést á meðfylgjandi mynd, að undanskildu hrunárinu 2008. Við eyðum þó ekki jafn háum fjárhæðum í kringum hátíðirnar og við gerðum á góðærisárunum svokölluðu. Á verðlagi ársins 2020 var veltan nokkuð meiri í desembermánuði 2007 en í fyrra eða um 18% meiri. Það lítur ekki út fyrir að álíka eyðsla sé í sjónmáli þessi jólin. Þrátt fyrir að staða heimila sé almennt nokkuð góð og sparnaður umtalsverður eru umhverfismál einnig áberandi í umræðunni þessi dægrin og móðins að endurnýta og forðast ofgnótt. Í hvað fara peningarnir? Það er áhugavert að skoða í hvað við Íslendingar eyðum peningunum okkar um jólin. Rannsóknarsetur verslunarinnar tekur saman gögn um nákvæmlega þetta. Gögnin ná reyndar bara aftur til ársins 2017 svo ekki er hægt að skoða þróunina langt aftur í tímann. Frá árinu 2017 höfum við eytt mest í desember í stórmörkuðum og dagvöruverslunum. Í fyrra eyddum við til að mynda 27% af veltunni í desember í matvöru. Það skal engan undra enda erum við vön að gera vel við okkur í kringum jólin í mat og drykk. Það kannast allir við að háma í sig jólakonfekt og skola því niður með jólaöli og það kostar sannarlega sitt. En við erum einnig dugleg að sækja allskyns viðburði í kringum jólin og mikið er af framboði af allskyns jólasýningum þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Við eyðum mun hærri fjárhæðum í tónleika, leikhúsferðir og aðra viðburði í september og október ár hvert en aðra mánuði ársins, þegar við tryggjum okkur meðal annars miða á jólatónleika. Athyglisvert er að skoða þessa þróun í COVID en þá voru útgjöld í þessum flokki eðlilega lítil sem engin þar sem flestir viðburðir féllu niður það árið. Þrátt fyrir þá leiðinlegu staðreynd að COVID heyri enn ekki sögunni til hefur landinn ekki látið það stoppa sig. Eins og sést varð töluverð aukning í útgjöldum til viðburða í október. Það verður því að teljast líklegt að fjölmenntverði á jólatónleikum eða leiksýningum fyrir þessi jólin. Samverustundir mikilvægastar Eðlilega getur verið dýrt að halda jól og það sést vel á kortaveltutölum að einkaneyslan er afar mikil í desember. Aðalmálið er þó samt að njóta jólanna með fjölskyldu og vinum án þess að steypa sér í skuldir enda skiptir samveran mestu máli þegar upp er staðið. Og maturinn auðvitað. Höfundur er hagfræðingur í Greiningu Íslandsbanka.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun