„Ég tek liðið fram yfir mig sjálfan“ Atli Arason skrifar 11. desember 2021 07:01 Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur Bára Dröfn Calvin Burks, leikmaður Keflavíkur, hefur fengið gagnrýni á sig úr ýmsum áttum á þessu tímabili fyrir að setja ekki nógu mörg stig á töfluna. Það er að segja, ekki eins mikið og Kana ígildi er vant að gera í Subway-deildinni. Burks var spurður út í þessa gagnrýni eftir leik Keflavíkur og Tindastóls í gær. „Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke. Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári Sjá meira
„Þeir mega halda áfram að segja það sem þeir vilja segja. Mitt markmið fyrir hvern leik er ekki að skora 30-40 stig. Ef það gerist þá er það í lagi en ég tek liðið fram yfir mig sjálfan, ég gef boltann frekar. Ef það er einhver liðsfélagi sem er opinn þá gef ég boltann. Ég er ekki sjálfselskur spilari, liðið mitt og þjálfarinn veit það. Liðsfélagarnir vilja kannski að ég skori meira en ég mun samt alltaf halda áfram að spila minn leik, ef sendingin er opin þá gef ég boltann,“ svaraði Calvin Burks, aðspurður út í gagnrýnisraddir. Burks var stigahæstur í liði Keflavíkur með 22 stig í níu stiga sigri Keflavíkur gegn Tindastól í gær, 93-84. „Þetta var góður leikur, manni leið svona smá eins og þetta væri leikur í úrslitakeppni. Við vissum að þetta myndi vera erfiður leikur en við vorum vel undirbúnir. Ég er glaður að við mættum vel til leiks“ „Góð byrjun á leiknum var lykilatriði. Þjálfarinn hefur verið að segja við okkur að við þurfum að byrja leikina vel en í síðustu leikjum höfum við verið að byrja leikina frekar hægt. Ef við byrjum af krafti og höldum þeim krafti uppi þá erum við í góðum málum.“ Keflvíkingar urðu fyrir áfalli í fjórða leikhluta þegar David Okeke, þeirra stigahæsti leikmaður til þessa, neyddist til að fara meiddur af velli. Meiðsli Okeke líta ekki vel út, en óttast er um að hann hafi slitið hásin. „Það lítur ekki vel út akkúrat núna en það er erfitt að segja eitthvað um það. Vonandi kemst hann sem fyrst í læknisskoðun og fær rétta meðhöndlun. Vonandi verður hann kominn aftur á völlinn sem fyrst.“ „Hann er stór hluti af okkar liði. Þetta er stór leikmaður sem getur eignað sér teiginn og það opnar mikið fyrir okkur hina. Hann er lykilmaður hjá okkur bæði í sókn og vörn,“ sagði Bruks um liðsfélaga sinn, David Okeke.
Keflavík ÍF Subway-deild karla Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn