Þolendur kynferðisbrota geta fylgst með stöðu rannsóknar á nýju vefsvæði Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. desember 2021 15:09 Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, segir unnið að því að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu opnaði í dag vefsvæði þar sem þolendur kynferðisbrota geta nálgast upplýsingar um stöðu mála og úrræði sem standa til boða. Hátt í fjögur hundruð kynferðisbrotamál eru nú á borði lögreglu og segir lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu ákall hafa verið um bætta þjónustu. Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar. Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Í nýrri þjónustugátt geta þolendur kynferðisbrota sem hafa lagt fram kæru til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fengið upplýsingar um stöðu mála sinna og bjargir sem þeim standa til boða. Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, líkir þessu við Heilsuveru þar sem fólk getur nálgast ýmsar upplýsingar úr heilbrigðiskerfinu. „Þetta eru upplýsingar um hvar er málið þitt statt, hvort það sé í rannsókn, komið til ákæruvalds eða hvað. Og það koma líka upplýsingar um hvers þú megir vænta og hversu langan tíma þú megir vænta að málið þitt taki í rannsókn,“ segir Halla Bergþóra. „Við höfum verið með kannanir sem hafa verið framkvæmdar meðal þolenda kynferðisbrota og þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi finnst 88% svarenda þau ekki fá nægar upplýsingar um hvar málið þeirra er statt.“ Um er að ræða tilraunaverkefni sem fyrst um sinn er einungis fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu. Halla Bergþóra segir markmiðið að innan tíðar verði þetta í boði óháð umdæmismörkum og jafnvel í fleiri brotaflokkum. „Við sjáum það alveg fyrir okkur ef þetta gengur vel að þá sé hægt að opna þetta síðan í fleiri tegundum brota.“ Þjónustan er fyrst um sinn einungis í boði fyrir þolendur á höfuðborgarsvæðinu.vísir/Vilhelm Hún bendir á að kynferðisbrotin geti tekið langan tíma í rannsókn og málsmeðferðartíminn hefur lengst undanfarið þar sem málum hefur fjölgað á sama tíma og unnið er að því að bæta gæði rannsókna. Þá segir Halla að fleiri starfsmenn vanti til þess að sinna málflokknum. Því sé gott fyrir þolendur að geta fylgst með stöðu málsins. „Hjá kynferðisbrotadeild eru 255 mál í rannsókn en síðan erum við með ákærusvið og aðrar deildir þannig ég held að þetta séu samtals rúmlega 370 mál.“ Hér er má finna nýja þjónustugátt lögreglunnar.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira