Þjónustugátt fyrir þolendur kynferðisbrota hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu Halla Bergþóra Björnsdóttir skrifar 9. desember 2021 07:01 Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Kynferðisofbeldi Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Mikilvægt skref er stígið í að bæta þjónustu við þolendur kynferðisbrota hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu, en í dag opnar sérstök Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra. Um er að ræða rafræna þjónustugátt þar sem þolendur geta fengið ýmsar upplýsingar um stöðu mála sinna og um þær bjargir sem þolendum standa til boða. Á þetta hefur skort og eftir þessu hefur verið kallað og því er einkar ánægjulegt að sjá Þjónustugáttina verða að veruleika. Þjónustugáttin mun fyrst um sinn þjónusta þolendur á svæði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en um er að ræða tilraunaverkefni til eins árs á meðan reynsla fæst á gáttina. Markmiðið er að gáttin verði aðgengileg fyrir alla þolendur óháð umdæmamörkum en unnið verður að því næsta árið í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra, önnur lögregluembætti og aðra hagaðila. Þjónustugátt lögreglu er hluti af aðgerðaráætlun stjórnvalda um meðferð kynferðisbrota frá 2018 en þar er eitt af markmiðunum að bæta upplýsingaflæði til brotaþola. Er það í samræmi við niðurstöður þjónustukönnunar, sem Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt meðal þolenda kynferðisbrota frá árinu 2020. Þar kemur fram að 75% svarenda eru ánægð með þjónustu lögreglu en að sama skapi sögðu 88% svarenda að þau hefðu ekki nægilegar upplýsingar um stöðu máls síns. Er gáttinni ætlað að bæta þar úr. Undanfarin ár hefur verið unnið markvisst að úrbótum hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þegar rannsóknir kynferðisbrota eru annars vegar. Þar má nefna sérstaklega styttingu málsmeðferðartíma, aukin gæði rannsókna og sérhæfða kærumóttöku. Þjónustugátt lögreglu fyrir þolendur kynferðisbrota bætist nú við, en markmiðið með henni er að bæta enn frekar þjónustu lögreglu í þessum mikilvæga málaflokki. Þjónustugáttin verður opnuð með formlegum hætti á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í Reykjavík á hádegi í dag, en háttvirtur innanríkisráðherra, Jón Gunnarsson, mun opna hana formlega. Slóðin er https://mitt.logreglan.is Höfundur er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar