Skammar foreldra í Fossvoginum sem eigi að vita betur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. desember 2021 15:42 Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, tekur upp hanskann fyrir skólastjórann í Fossvogsskóla og biður foreldra að staldra við. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambands Íslands, segir foreldra í Fossvoginum eiga að vita betur en að tala um það sem þyngra en tárum taki að börn þeirra missi af skólabúðum. Skólastjórinn í Fossvogsskóla sagði upp störfum nýlega og vísaði til gríðarlegs álags sem fylgt hefði starfinu. Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“ Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Bæði hefur skólinn um árabil glímt við mygluvandamál og þá hefur kórónuveiran gert öllum kimum samfélagsins erfitt fyrir undanfarin tæp tvö ár og eru skólarnir engin undantekning. Fram kom í Fréttablaðinu í morgun að Reykjaferð nemenda í 7. bekk skólans hefði verið felld niður þar sem skólastjórinn, Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, hefði gleymt að sækja um. Börnin væru hundfúl. Fyrstur kemur, fyrstur fær Haft var eftir ónafngreindum föður barns við skólann að börnunum liði eins og skólinn og stjórnendur hefðu brugðist sér. Þau upplifðu það sem svo að þau væru skilin út undan og að skólinn „hati“ þau. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is „Þetta er svo leiðinlegt gagnvart blessuðum börnunum að þurfa að standa í þessu að það er þyngra en tárum taki,“ sagði Karl B. Örvarsson framkvæmdastjóri skólabúðanna á Reykjum við Fréttablaðið. Þó sé það á hverju ári þannig að færri bekkir komist að en vilji. Lögmálið fyrstur kemur, fyrstur fær gildi. Þá hjálpi ekki að aðeins megi taka á móti fimmtíu börnum hverju sinni vegna takmarkana í samfélaginu. Ragnar Þór skrifar pistil með titlinum „Kæru foreldrar í Fossvogi“ sem birtist nú síðdegis á Vísi. Þar segist hann þurfa að ræða við foreldra barna í Fossvoginum. Ætlar ekki að reyna að lýsa vonbrigðum sínum „Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri,“ segir Ragnar Þór og vísar til nýtilkominnar uppsagnar Ingibjargar skólastjóra. „Ég ætla ekki að reyna að lýsa vonbrigðum mínum með það að einhverjum ykkar hafi þótt við hæfi að fylgja þeim tíðindum eftir með blaðaumfjöllun um að skólinn hafi brugðist börnum í sjöunda bekk með því að panta ekki fyrir þau ferð í skólabúðir í tæka tíð.“ Hann segist vita að börnum sé fullkomlega eðlilegt að horfa á heiminn út frá tiltölulega litlum sjóndeildarhring eigin skynjunar og hugsunar. Mygluvandamál í Fossvogsskóla hefur verið viðvarandi undanfarin ár og valdið töluverðum vandræðum.Vísir/vilhelm „Mikið af því álagi sem þið foreldrar, kennarar, stjórnendur og annað starfsfólk skólans hafið tekið á eigin herðar síðustu misseri hefur einmitt verið í þeim tilgangi að börnin eigi sem eðlilegast líf við þessar óeðlilegu aðstæður. Þess vegna er auðvitað sorglegt að þau missi af ferð í skólabúðir,“ segir Ragnar. Fullorðna fólkið eigi að vita betur „Það breytir þó ekki því að þið, sem fullorðið fólk og mikilvægir hlekkir skólasamfélagsins, eigið að vita betur.“ Stöðugt verði erfiðara að laða fólk að stjórnun skóla. Því sé flókið að snúa við. Þar skipti þó máli að það samfélag sem skólinn starfi í sé samfélag gagnkvæmrar virðingar, skilnings og stuðnings. Það sé óheppilegt, svo ekki sé meira sagt, að foreldrar tali um að skólinn hafi brugðist í árferði sem hafi kostað nemendur, kennara og stjórnendur margar grundvallarforsendur eðlilegs náms og skapað starfsaðstæður og -umhverfi sem engan veginn uppfylli kröfur um aðbúnað. „Kæru foreldrar í Fossvogi. Skólafólkið ykkar hefur unnið þrekvirki við að halda gangandi skóla barnanna ykkar við ofboðslega krefjandi aðstæður í alllangan tíma. Það þarf á stuðningi ykkar að halda. Umfram allt þurfa börnin ykkar að sjá ykkur ástunda víðsýni, samkennd og virðingu fyrir samferðafólki ykkar – því óháð veirum og myglugróum lærast sumar lexíur ekki annars staðar en heima.“
Mygla í Fossvogsskóla Skóla - og menntamál Grunnskólar Reykjavík Tengdar fréttir Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Fleiri fréttir Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Sjá meira
Kæru foreldrar í Fossvogi Kæru foreldrar í Fossvogi, við þurfum að tala saman. Við þurfum að ræða um viðbrögð sumra ykkar við því að skólastjórinn ykkar skuli bogna undan því álagi sem fylgir því að reka skólann í langvarandi veiru- og myglufaraldri. 2. desember 2021 15:32