Góð erfðaskrá er gulls ígildi Skúli Hansen skrifar 23. nóvember 2021 12:00 „Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Eitt sinn verða allir menn að deyja“. Þessi óhjákvæmilega staðreynd mannlegrar tilveru var gerð ódauðleg í flutningi Vilhjálms Vilhjálmssonar á meistaraverki Jóhanns Helgasonar. Öll eigum við það sameiginlegt að þurfa á einhverjum tímapunkti ævi okkar að kveðja þennan blessaða heim en oftast nær hafa þau tímamót ekki einungis áhrif á okkur sjálf heldur einnig á þau í kringum okkur sem eftir standa. Það getur því verið mikilvægt að huga vel að því fyrirfram hvernig hægt er að gera það ferli sem við tekur hjá aðstandendum okkar á þessum tímamótum eins bærilegt og hægt er. Ein besta og einfaldasta leiðin til þess er að rita erfðaskrá. En afhverju að rita erfðaskrá? Er eitthvað sem margir eru líklegir til að spurja sig að hér á landi þar sem reglur um skyldu- og lögerfingja eru nokkuð fast niðurnjörvaðar í ákvæðum I. kafla erfðalaga nr. 8/1962. Þó svo að helstu meginreglurnar séu þar fastmótaðar þá eru samt til ýmsar fjölskylduaðstæður sem eru orðnar nokkuð algengar í samfélagi okkar en fyrrnefnd lagaákvæði gera ekki ráð fyrir. Augljósasta dæmið um þetta eru stjúpbörn en ólíkt kynbörnum og kjörbörnum arfleifanda þá eru stjúpbörn ekki lögerfingjar. Af því leiðir að ef ekki er kveðið á um erfðarétt stjúpbarna í erfðaskrá þá er erfðaréttur þeirra, við andlát stjúpforeldris, því miður enginn. Stjúpbarn, sem ekki nýtur réttar samkvæmt erfðaskrá, er því háð góðvild og gjafmildi eftirlifandi foreldris og stjúpsystkina sinna þegar kemur að skiptingu arfs. Hið sama gildir um fósturbörn, en líkt og stjúpbörn hafa þau ekki erfðarétt nema kveðið sé á um hann í erfðaskrá. Annað algengt dæmi eru sambúðarmakar í óvígðri sambúð. Það kann að hljóma undarlega á 21. öldinni þegar stór hluti fólks ákveður að velja óvígða sambúð fram yfir hjónaband, að sambúðarfólk hafi ekki gagnkvæman erfðarétt samkvæmt erfðalögum en þannig er þó mál með vexti. Vilji sambúðarfólk tryggja að það erfi hvort annað í kjölfar andláts þá þarf það að kveða á um gagnkvæman erfðarétt í erfðaskrá. Það liggur í augum uppi að þær ósanngjörnu aðstæður skapast ef ofangreindir aðilar eru skildir eftir arflausir við andlát stjúpforeldris, fósturforeldris eða sambúðarmaka eru líklegar til að skapa sár sem sennilegast gróa aldrei um heilt. Það getur því reynst þýðingarmikið að tryggja erfðarétt ofangreindra ástvina með erfðaskrá. Þess skal þó getið að arfleifandi getur lögum samkvæmt einungis ráðstafað þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá. Til viðbótar því að fyrirbyggja að þær ósanngjörnu aðstæður, sem greint er frá hér að ofan, skapist þá getur erfðaskrá komið í veg fyrir að deilur verði til síðar meir um ráðstöfun arfs, t.d. við hjónaskilnað. Þannig er hægt að kveða á um það í erfðaskrá að arfur skuli vera séreign erfingja, en með slíku ákvæði er tryggt að viðkomandi arfi sé haldið utan skiptingu hjúskapareignar við skilnað. Getur þetta skipt sköpum þegar um er að ræða sérstaklega verðmæta eign, t.d. fasteign, nú eða hlut sem hefur mikið tilfinningalegt verðmæti, t.d. erfðagrip sem haldist hefur lengi innan fjölskyldunnar. Til að rétt sé staðið að gerð erfðaskrá, og tryggt sé að hún haldi ef á hana reynir fyrir dómstólum, er mikilvægt að leita sér aðstoðar lögmanns við gerð hennar. Líkt og ofangreind dæmi sýna þá getur það margborgað sig að fá lögmann til að aðstoða sig við gerð góðrar erfðaskrár enda getur slík skrá komið í veg fyrir óþarfa sárindi við skiptingu erfðafjár og tryggt að vilji arfleiðanda komist skýrt til skila. Það má því með sanni segja að góð erfðaskrá sé gulls ígildi. Höfundur er lögmaður hjá lögmannsstofunni Hansen Legal.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun