„Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna eftir þetta mark“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. nóvember 2021 11:31 Marija Jovanovic sést hér vera að skora markið sitt úr aukakastinu á Ásvöllum. Skjámynd/S2 Sport Marija Jovanovic skoraði sjö mörk í sjö marka sigri ÍBV á Haukum á Ásvöllum í síðustu umferð Olís deildar kvenna í handbolta en það einkum eitt marka hennar sem fékk sérstaka umfjöllun í Seinni bylgjunni í gær. „Marija skoraði sjö mörk í leiknum en eitt af þeim var ekki bara mark leiksins, ekki bara mark umferðarinnar, mögulega mark ársins og eflaust mark Evrópu. Ég held að enginn hafi skorað svona mark áður,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. ÍBV átti aukakast í lok fyrri hálfleiks og Marija Jovanovic skoraði úr því með því að vippa yfir markvörð Hauka sem var komin aðeins of framarlega. „Hann fer inn og sjáið þið líka Sigga Braga. Stelpur, ha,“ sagði Svava Kristín og skipti svo yfir í viðtal við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV. „Við tókum þetta fyrir á æfingu í fyrradag þar sem ég fór yfir með henni að reyna að vippa í fjær. Sýndi henni nokkur skot frá mér það sem ég hef gert þetta. Hún hitti mjög vel á það þannig að ég verð að taka þetta mark á mig,“ sagði grafalvarlegur Sigurður Bragason eftir leik en lítið glott í lokin sýndi að þjálfarinn var þarna að grínast. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir ræddu þetta mark á eftir. „Þetta heitir bara heppni og púra heppni. Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna. Þetta er bara grís af fyrstu gerð,“ sagði Sigurlaug en það má sjá bæði markið og umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lottómark Mariju Jovanovic Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira
„Marija skoraði sjö mörk í leiknum en eitt af þeim var ekki bara mark leiksins, ekki bara mark umferðarinnar, mögulega mark ársins og eflaust mark Evrópu. Ég held að enginn hafi skorað svona mark áður,“ sagði Svava Kristín Grétarsdóttir, umsjónarkona Seinni bylgjunnar. ÍBV átti aukakast í lok fyrri hálfleiks og Marija Jovanovic skoraði úr því með því að vippa yfir markvörð Hauka sem var komin aðeins of framarlega. „Hann fer inn og sjáið þið líka Sigga Braga. Stelpur, ha,“ sagði Svava Kristín og skipti svo yfir í viðtal við Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV. „Við tókum þetta fyrir á æfingu í fyrradag þar sem ég fór yfir með henni að reyna að vippa í fjær. Sýndi henni nokkur skot frá mér það sem ég hef gert þetta. Hún hitti mjög vel á það þannig að ég verð að taka þetta mark á mig,“ sagði grafalvarlegur Sigurður Bragason eftir leik en lítið glott í lokin sýndi að þjálfarinn var þarna að grínast. Sigurlaug Rúnarsdóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir ræddu þetta mark á eftir. „Þetta heitir bara heppni og púra heppni. Hún á bara að kaupa sér lottómiða núna. Þetta er bara grís af fyrstu gerð,“ sagði Sigurlaug en það má sjá bæði markið og umræðuna hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Lottómark Mariju Jovanovic
Olís-deild kvenna ÍBV Seinni bylgjan Mest lesið Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Fótbolti Fleiri fréttir Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Sjá meira