Af ábyrgð stjórnenda Kolbrún Baldursdóttir skrifar 8. nóvember 2021 08:30 Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Geðheilbrigði Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Forvarnardagur gegn einelti er í dag 8. nóvember. Sem sálfræðingur til þrjátíu ára hef ég komið að fjölda eineltismála bæði í skólum, á vinnustöðum og í aðstæðum þar sem börn og fullorðnir stunda íþróttir og áhugamál sín. Beint er sjónum að vinnustöðum í þessari grein. Einelti í alls konar myndum virðist því miður lifa góðu lífi á sumum vinnustöðum. Ábyrgð stjórnenda/yfirmanna er mikil því hann hefur allt um það segja hvort tekið verði á eineltismáli með faglegum hætti. Verði það ekki gert eru allar líkur á að eineltishegðun muni lifa góðu lífi á vinnustaðnum. Ekki er öllum gefið að vera góður yfirmaður. Því miður finnast yfirmenn sem skortir flest það sem telst prýða góðan yfirmann. Það þýðir samt ekki að allir yfirmenn sem ekki teljast „góðir yfirmenn“ séu gerendur eineltis. Allir geta fundið sig í þeim aðstæðum að vera lagðir í einelti, líka yfirmaðurinn. Dæmi eru um að það sé ekki linnt látum á vinnustaðnum fyrr en búið er að koma yfirmanni frá, kannski vegna þess að hann var ómögulegur yfirmaður að mati einhverra. Þessi mál eru almennt séð ekki einföld og aldrei einsleit. Yfirmaður, gerandi eineltis Það sem einkennir yfirmann sem leggur starfsmann í einelti er oft „valdafíkn“ í bland við minnimáttarkennd. Þessi yfirmaður misnotar gjarnan vald sitt til að næra laskað sjálf og eigið óöryggi. Svona yfirmaður heldur oft öllu starfsfólkinu í heljargreipum. Finnist honum einhver ógna sér eða skyggja á sig á vinnustaðnum gæti hann gripið til þess ráðs að reyna að koma þeim starfsmanni illa eða gera hann ótrúverðugan í augum annarra. Það sem einnig einkennir þessa tegund af yfirmanni er sveiflukennt skap og pirringur sem bitnar á starfsfólki eftir atvikum. Hann getur jafnframt átt það til að reiðast skyndilega, rjúka upp ef honum mislíkar. Það kitlar hann jafnvel að finna að hann getur með lund sinni, líkamsmáli og samskiptaháttum valdið óöryggi á vinnustaðnum. Liður í að minna starfsfólkið á hver ræður er að vera gagnrýninn, dómharður og óútreiknanlegur. Að vera óútreiknanlegur er tækni sem er til þess fallin að grafa undan öryggistilfinningu starfsmanna og að þeir geti átt von á „öllu“. Skilaboðin eru að enginn á vinnustaðnum skuli halda að hann geti verið öruggur með stöðu sína. Þessi yfirmaður fylgist vel með fólkinu á staðnum og notar til þess ýmsar leiðir, leyndar og ljósar.Sumum kann að finnast að þessi yfirmaður hreinlega bíði færis á að geta tekið einhvern á beinið. Þegar starfsmaður er tekinn á beinið er það oft gert af hörku og óbilgirni. Farsæli yfirmaðurinn Sá yfirmaður sem telst góður skartar þveröfugum persónuleikaeinkennum en sá sem lýst er hér að ofan og hefur auk þess góða félagslega færni. Farsæll yfirmaður lætur sig nærumhverfið varða. Hann gefur skýr skilaboð um samskiptareglur. Stjórnunarstíll hans er gegnsær og fyrirsjáanlegur. Góður yfirmaður hefur tiltæka stefnu í ofbeldismálum og viðbragðsáætlun sem skapar lausnarfarveg fyrir vandamál sem upp kunna að koma. Góður yfirmaður hvetur starfsfólkið til að gera skaðvalda óvirka, séu þeir á staðnum og upplýsa um neikvæða hegðun, verði hennar vart. Hann leggur sig fram um að vera í jákvæðu sambandi við starfsfólkið. Góður yfirmaður gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til starfsmanna sinna um að skila góðri vinnu, leggja sig alla fram og hafa hagsmuni vinnustaðarins í heiðri í hvívetna. Metnaður yfirmannsins er líklegur til að smitast til starfsmannanna. Á vinnustað sem þessum er líklegt að eineltismál séu sjaldgæf. Komi þau upp er tekið á þeim. Eineltismál eru eins ólík og þau eru mörg. Því miður er ekki alltaf hægt að lenda þessum erfiðu málum þannig að aðilar gangi sáttir frá borði. Þau eru flóknari en svo. Hvernig svo sem þeim lyktar skiptir öllu máli að aðilar finni að allt kapp var lagt í að leysa málið með faglegum og manneskjulegum aðferðum. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun