Katrín á COP26: Tíminn til að skapa framtíðina er núna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. nóvember 2021 13:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er mætt til Skotlands á COP26-ráðstefnuna. Phil Noble - Pool/Getty Images Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vitnaði í rithöfundinn Andra Snæ Magnason er hún ávarpaði gesti á COP26-loftslagsráðstefnunni í Skotlandi í hádeginu í dag. Sagði hún tímann til að skapa framtíðina vera núna, auk þess sem hún lagði áherslu á að horft væri til kynjajafnréttis við ákvarðanatöku í loftslagsmálum. Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Ríki heims ræða nú í Glasgow á loftlagsráðstefnunni COP26 hvernig þau ætla að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að halda hnattrænni hlýnun innan 2°C og helst 1,5°C á þessari öld miðað við fyrir iðnbyltingu. Leiðtogar heims hafa hver á fætur öðrum stigið í pontu á ráðstefnunni í morgun og var komið að Katrínu um hádegisbilið í dag. Þar fór hún yfir þær skuldbindingar sem Ísland hefur undirgengist til að má markmiðum Parísarsamkomulagsins, auk þess sem að hún kom inn á stjórnarmyndunarviðræður VG, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins, í samhengi við áætlun stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 55 prósent fyrir árið 2030. Horfa má á ræðu Katrínar í spilaranum hér fyrir neðan. „Flokkarnir sem eru nú að mynda ríkisstjórn eru að ræða saman um hvernig er hægt að styrkja þetta markmið, 2030 markmiðið, á sama tíma og við tryggjum sanngjarna umskiptingu í átt að grænna hagkerfi,“ sagði Katrín. Þá sagðist hún vonast til þess að byltingarkennd lofthreinsistöð á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmsloftinu og fargar honum gæti verið lítið skref í átt að einhverju mun stærra. „Tækni sem gæti nýst heimsbyggðinni allri,“ sagði Katrín. Þá vitnaði hún í Andra Snæ Magnason um að nú væri tíminn til aðgerða. Las hún upp brot úr bók hans, Um tímann og vatnið. Fjallaði brotið um að allt sem hver og einn gerði skapaði framtíðina á hverri stundu, allt sem hver gerði skipti máli. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands tók á móti Katrínu í gær.Christopher Furlong/Getty Images Notaði Katrín þessi orð til að brýna gesti til dáða svo bjarga mætti deginum, og plánetunni. „Orð hans eru sönn,“ sagði Katrín um brotið eftir Andra Snæ sem hún las upp. „Tíminn til að skapa framtíðina er núna. Hvatti hún einnig leiðtoga heimsins til þess að horfa til jafnréttis kynja í ákvörðanatöku um loftslagsmál. „Við verðum að taka konur og stúlkur með í reikninginn á öllum stigum aðgerða í loftslagsmálum og ákvarðanatöku. Við þurfum orku og hugkvæmni alls mannkyns,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur COP26 Loftslagsmál Tengdar fréttir Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13 Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42 Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Óljóst hvort loftslagsráðstefnan skili nægilegum árangri Umhverfisráðherra segir óljóst hvort COP26 ráðstefnan muni skila nægilegum árangri í loftslagsmálum þrátt fyrir að einhver framfaraskref verði stigin. Forsætisráðherra kynnir stefnu íslenskra stjórnvalda í dag. 2. nóvember 2021 12:13
Ætla að setja 580 milljarða á níu árum í grænar fjárfestingar Þrettán íslenskir lífeyrissjóðir hafa tilkynnt að þeir hyggist setja 580 milljarða í grænar fjárfestingar á næstu níu árum. 2. nóvember 2021 11:42
Sér engan sjálfstæðan metnað frá íslenskum stjórnvöldum Íslensk stjórnvöld hafa ekki sýnt neinn sjálfstæðan metnað um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, að mati formanns Ungra umhverfissinna sem er staddur á COP26-loftslagsráðstefnunni sem hófst í Skotlandi í dag. 1. nóvember 2021 20:04