Grænþvottur og hrognkelsi Elvar Örn Friðriksson skrifar 28. október 2021 13:00 Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun