Minnst þrír hafi fallið í valdaráni súdanska hersins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2021 16:16 Hundruð ef ekki þúsundir Súdana hafa leitað á götur út til að mótmæla valdaráni hersins sem framið var í morgun. Minnst þrír hafa fallið og áttatíu særst samkvæmt upplýsingum frá Samtökum súdanskra lækna. AP Photo/Ashraf Idris Súdanski herinn hefur tekið völd í landinu og handtekið ráðherra. Mikil átök hafa verið milli hersins og mótmælenda og talið að minnst þrír hafi fallið í óeirðum í dag. Minnst áttatíu eru særðir eftir átök dagsins. Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna. Súdan Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Reuters um valdaránið. Samband lækna í Súdan birti færslu á Facebook í dag þar sem fram kemur að minnst þrír hafi fallið eftir að hafa verið skotnir í átökum við herinn. Þá hafi minnst áttatíu særst í átökunum. Greint var frá því í morgun að nokkrir ráðherrar úr bráðabirgðastjórn Súdans hafi verið handteknir á heimilum sínum í nótt. Forsætisráðherrann Abdallah Hamdok er meðal hinna handteknu og fjórir ráðherrar til viðbótar hið minnsta. Bráðabirgðastjórnin var sett á laggirnar til að koma á lýðræði í landinu eftir að Omar al-Bashir var steypt af stóli eftir áratuga setu á valdastóli fyrir tveimur árum síðan. Abdel Fattah al-Burhan, herforingi og formaður ráðs sem herinn og almenningur áttu sæti í, lýsti í morgun yfir neyðarástandi í landinu og hvatti herinn til að tryggja öryggi landsmanna. Fregnir hafa borist af því að fulltrúar almennings í ráðinu sem al-Burhan fer fyrir hafi verið handteknir. „Við lofum því að herinn mun standa við að koma á lýðræði í landinu og að almenningur muni fá að kjósa í ríkisstjórn,“ sagði hann og boðaði kosningar í júlí 2023. Hamdok forsætisráðherra er haldið ásamt nokkrum ráðherra sinna á óþekktum stað en hann er sagður neita að gefa út yfirlýsingu um stuðning við herinn. Þetta sagði í tilkynningu frá upplýsingaráðuneyti landsins sem virðist enn undir stjórn stuðningsmanna Hamdoks. Ráðuneytið kallaði yfirlýsingu al-Burhans merki um valdarán hersins og kallaði eftir að almenningur streitist á móti. Tugir þúsunda hafa í dag leitað á götur út og mótmælt hernum en þeim mætt kúlnahríð, að minnsta kosti í höfuðborginni Khartoum. Í borginni Omdurman hafa mótmælendur sett upp vegatálma og kalla þeir nú eftir því að almenningur fái að stjórna landinu, í fyrsta sinn í áratugi. Fréttin var uppfærð með nýjum tölum frá Sambandi súdanskra lækna.
Súdan Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira