Eigandi Phoenix Suns sakaður um kynþáttafordóma Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 23. október 2021 11:30 Robert Sarver fagnar því að komast í lokaúrslitin í vor EPA-EFE/ETIENNE LAURENT NBA liðið Phoenix Suns stendur í ströngu þessa dagana. Mikið í gangi á vellinum en ekki virðist dramatíkin ætla að vera minni utanvallar. Liðið sendi frá sér yfirlýsingu í gær sem viðbragð við því að miðillinn ESPN ætlar að birta fréttaskýringu um eiganda liðsins, Robert Sarver. Í fréttaskýringunni, sem hefur ekki enn verið birt, er sagt frá kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu og öðru áreiti Sarver. Það var Jordan Schultz, þáttarstjórnandi og NBA álitsgjafi sem sagði frá því að fréttaskýringin væri í bígerð. Talsmaður ESPN, Josh Krulewitz, sagði í gær að ESPN myndu ekki tala um fréttir sem hefðu ekki verið birtar. Það stöðvaði Phoenix ekki frá því að senda frá sér yfirlýsingu sem gaf sögunni enn frekari byr undir báða vængi. Framkvæmdastjóri Phoenix, Jason Rowley, sagði í yfirlýsingunni: „Þessi frétt á ekki við nein rök að styðjast og er ósannur rógburður. Fréttin segir alls ekki frá þeim Robert Sarver sem ég hef þekkt og starfað með undanfarin 15 ár“. Breaking: The NBA is preparing for a massive story accusing #Suns owner Robert Sarver of racism, sexism and sexual harassment in a series of incidents, sources say. With enough evidence to support such claims, there s a real chance the league would forcibly remove Sarver.— Jordan Schultz (@Schultz_Report) October 22, 2021 Sarver sjálfur sagði í viðtali að hann þoli ekki þegar gert er lítið úr konum, minnihlutahópum eða þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þá hafði hann þetta að segja: „Þó ég geti í raun illa svarað svo óljósum og óbirtum ásökunum þá get ég sagt að það sem mér er gert að sök gengur algerlega gegn mínum karakter og mínu eðli“. Árið 2015 komu fram í dagsljósið upptökur af þáverandi eiganda Los Angeles Clippers, Donald Sterling, þar sem hann fer miður fallegum orðum um svarta og aðra minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Í kjölfarið þvingaði NBA deildin Sterling til þess að selja Clippers. Það sama gæti gerst núna ef sannanirnar eru miklar. Robert Sarver keypti Phoenix Suns á 401 milljón dollara fyrir meira en áratug. Liðið er metið á tæplega tvo milljarða dollara í dag. NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira
Í fréttaskýringunni, sem hefur ekki enn verið birt, er sagt frá kynþáttafordómum, kvenfyrirlitningu og öðru áreiti Sarver. Það var Jordan Schultz, þáttarstjórnandi og NBA álitsgjafi sem sagði frá því að fréttaskýringin væri í bígerð. Talsmaður ESPN, Josh Krulewitz, sagði í gær að ESPN myndu ekki tala um fréttir sem hefðu ekki verið birtar. Það stöðvaði Phoenix ekki frá því að senda frá sér yfirlýsingu sem gaf sögunni enn frekari byr undir báða vængi. Framkvæmdastjóri Phoenix, Jason Rowley, sagði í yfirlýsingunni: „Þessi frétt á ekki við nein rök að styðjast og er ósannur rógburður. Fréttin segir alls ekki frá þeim Robert Sarver sem ég hef þekkt og starfað með undanfarin 15 ár“. Breaking: The NBA is preparing for a massive story accusing #Suns owner Robert Sarver of racism, sexism and sexual harassment in a series of incidents, sources say. With enough evidence to support such claims, there s a real chance the league would forcibly remove Sarver.— Jordan Schultz (@Schultz_Report) October 22, 2021 Sarver sjálfur sagði í viðtali að hann þoli ekki þegar gert er lítið úr konum, minnihlutahópum eða þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu. Þá hafði hann þetta að segja: „Þó ég geti í raun illa svarað svo óljósum og óbirtum ásökunum þá get ég sagt að það sem mér er gert að sök gengur algerlega gegn mínum karakter og mínu eðli“. Árið 2015 komu fram í dagsljósið upptökur af þáverandi eiganda Los Angeles Clippers, Donald Sterling, þar sem hann fer miður fallegum orðum um svarta og aðra minnihlutahópa í Bandaríkjunum. Í kjölfarið þvingaði NBA deildin Sterling til þess að selja Clippers. Það sama gæti gerst núna ef sannanirnar eru miklar. Robert Sarver keypti Phoenix Suns á 401 milljón dollara fyrir meira en áratug. Liðið er metið á tæplega tvo milljarða dollara í dag.
NBA Kynþáttafordómar Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Keflavík - Ármann | Ná nýliðarnir líka að hrella Keflvíkinga? Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Sjá meira