Tilkynnti um fjögurra vikna útgöngubann og bað bólusetta afsökunar Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2021 10:53 Krisjanis Karins er forsætisráðherra Lettlands. Hann ávarpaði þjóð sína á mánudagskvöldið. Getty Forsætisráðherra Lettlands tilkynnti á mánudag um fjögurra vikna útgöngubann vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu síðustu daga. Á sama tíma bað hann bólusetta landsmenn afsökunar á að þurfa að grípa til þessara aðgerða, en bólusetningarhlutfall í Lettlandi er eitt það lægsta í ríkjum ESB. Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Forsætisráðherrann Krisjanis Karins sagði á fréttamannafundi að heilbrigðiskerfi landsins væri undir svo miklu álagi vegna faraldursins að stjórnvöld telji nauðsynlegt að grípa aftur til harðra aðgerða. Eina leiðin út úr stöðunni væri að koma á útgöngubanni og að bólusetja landsmenn í auknum mæli. Karins ávarpaði þjóð sína eftir neyðarfund ríkisstjórnarinnar á mánudaginn. Einungis 54 prósent fullorðinna í Lettlandi eru nú fullbólusettir og er hlutfallið umtalsvert lægra en meðalhlutfallið hjá ríkjum ESB, það er um 74 prósent. Karins nýtti tækifærið og bað bólusetta í landinu afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar hertu aðgerðir. „Ég verð að biðja alla bólusetta afsökunar á að þeir þurfi að leggja á sig þessar byrðar. Og ég veit að það er erfitt. En þetta verður að vera svona, þar sem aðrar manneskjur er ekki bólusettar. Og ef við berum ekki þessar byrðar þá munum við öll líða fyrir,“ sagði Karins. Samkvæmt nýju reglunum verður skólum, veitingastöðum, verslunum og menningarstofnunum gert að loka. Einungis matvöruverslunum og apótekum verður heimilt að hafa opið. Þá verður útgöngubanni framfylgt milli átta á kvöldin og til fimm á morgnana. Nýgengi innanlandssmita, það er fjöldi smitaðra á hverja 100 þúsund íbúa undanfarnar tvær vikur, er nú 1.313,8 í landinu, samanborið við 186,0 hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lettland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira