Höndum í höfn í Þorlákshöfn lokað: „Velgengnin varð okkur að falli“ Atli Ísleifsson skrifar 14. október 2021 09:01 Hjónin Dagný Magnúsdóttir og Vignir Arnarson eru eigendur staðarins. vísir Veitingastaðnum Hendur í höfn við Selvogsbraut í Þorlákshöfn hefur verið lokað. Eigendur staðarins segja rekstrarumhverfið í faraldrinum hafa verið mjög erfitt og þau hafi nú ákveðið að láta staðar numið. „Nú er svo komið að ég get bara ekki meir,“ segir Dagný Magnúsdóttir, annar eigandi staðarins, í samtali við Vísi. Dagný segir þetta mögulega vera erfiðustu ákvörðun sem þau hjónin hafi þurft að taka í lífinu, það er að loka staðnum. „Þetta er eins og maður hafði ætlað að senda barnið sitt til ættleiðingar. Þetta er yngsta barnið okkar, það er bara þannig,“ segir Dagný. Hjónin Dagný og Vignir Arnarson segjast vonast til að einhver muni taka við rekstrinum, annað hvort með því að kaupa staðinn eða leigja. Þurftu sjálf að hlaupa hraðar Dagný og Vignir stofnuðu fyrirtækið árið 2010 og oprnuðu svo veitingastað þremur árum síðar. „Við erum nýlega búin að opna staðinn í nýju og stærra húsnæði, árið 2018, og búin að reka hann þar í rúmt ár þegar faraldurinn skellur á. Þegar þú ert með veitingarekstur í Covid, eins og allir vita, þá var það mjög erfitt, sérstaklega þegar þú ert úti á landi. Þú vissir að það var ekkert jafnvægi í reglugerðum. Þú vissir aldrei hvort þú gætir ráðið inn fólk, eða ekki ráðið inn fólk, hvort þú þyrftir að segja upp starfsfólki og svo framvegis.“ Staðurinn gerði út á að þjónusta flestum lífstíls- og ofnæmishópum.Hendur í höfn Hún segir að allt tengt Covid hafa verið mjög erfitt. „Það var erfitt að standa skil á öllum opinberum gjöldum og svo að heyra fólk á atvinnuleysisskrá segja að það væri ekki reiðubúið að fara að vinna og betra væri að vera þar áfram. Þetta á sama tíma og maður sá sól vera að hækka á lofti og við vildum fara ráða fólk. Fyrst hélt ég að þetta snerist um að fólk nennti ekki að vinna, en svo heyrði ég fólk segja að það væri einfaldlega betra að þiggja áfram bætur en að byrja að vinna og verða sagt upp skömmu síðar þegar ný reglugerð tæki gildi. Það fór rosalega illa með andlega og líkamlega heilsu þar sem ég þurfti bara sjálf að hlaupa hraðar.“ Fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi Vignir bætir við: „Svona litlu fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi sem hefur staðið í um tvö ár. Þetta þýddi það að við þurftum að hlaupa helmingi hraðar. Við þurftum að setja mikið af peningum, prívat og persónulega, inn í fyrirtækið. Og á sama tíma segir ríkið við mann: „Þú borgar bara allt sem þú skuldar, kallinn minn.“ Lífeyrissjóðirnir voru samt erfiðastir, enda buðu ekki upp á nein úrræði fyrir rekstraraðila.“ Veitingastaðurinn fór heldur ekki varhluta af því að ferðamönnum fækkaði verulega á þessum tíma. „Okkar stærsti hópur viðskiptavina hefur samt blessunarlega verið Íslendingar. Við höfum verið mjög heppin með það. Maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í þetta fyrirtæki og svo kemur bara að því að maður er bara búinn. Maður er samt auðvitað alveg brjálæðislega þakklátur fyrir alla velvildina og meðbyrinn sem maður hefur fengið. Það hefur auðvitað verið af því að maður hefur verið að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki verið að gera,“ segir Dagný. „Þetta fyrirtæki er algerlega búið að koma Þorlákshöfn á kortið,“ bætir Vignir við. Staðurinn hefur verið til húsa við Selvogsbraut í Þorlákshöfn.Hendur í höfn Fordómar Dagný segir að þau hafi lagt í mikla fjárfestingu þegar þau opnuðu á nýja staðnum 2018. „Fjárfestingin þar var í raun tíu sinnum hærri en á litla staðnum. Það er tvennt ólíkt að opna stóran, metnaðarfullan stað, og svo að vera með lítið kaffihús.“ Dagný segir að það sem hafi einkennt veitingastaðinn Hendur í höfn vera að hann hafi þjónað öllum ofnæmis- og lífstílshópum. „Við unnum allt frá grunni. Keyptum allt sem við gátum beint af býli. Svo var mannauðurinn það sem gerði þetta fyrirtæki. Við lögðum upp með að vera með hreint fæði og sinna öllum. Ég þekki það vel af eigin skinni hvað það getur verið mikið mál að fara út að borða, því ég er sjálf með svo mikið fæðuofnæmi. Það eru líka fordómar fyrir þessu, en hjá okkur var þetta ekkert mál.“ Þorlákshafnarbúar í sorgarferli Vignir segir fréttirnar hafa komið flatt upp á bæjarbúa. Dagný og Vignir hafi sett inn færslu á Facebook-síðu staðarins um lokunina í gær og segist Dagný enn ekki hafa treyst sér til að lesa athugasemdir bæjarbúa. Henni skilst þó að bæjarbúar séu hryggir vegna ákvörðunarinnar en sýni henni skilning. Dagný segir þau Vigni hafa fengið einhverjar fyrirspurnir frá áhugasömum um kaup eða leigu á staðnum. „Það fyrsta sem þeir spyrja er hvort ég myndi fylgja með,“ segir Dagný. „Ég segi alveg hiklaust: Ég er svo mikið tilbúin að vera þarna, og vinna þarna. Það er bara of mikið þegar þú stendur vaktina allan daginn að eiga reksturinn eftir þegar þú kemur heim á kvöldin. Þetta fyrirtæki óx mér eiginlega yfir höfuð. Við þurftum ekkert að hafa fyrir því að vera með góða traffík, fullt hús, sérstaklega um helgar. Það er samt erfitt að lifa veturinn af.“ „Það má segja að velgengnin hafi orðið okkur að falli,“ segir Vignir. „Þetta varð bara alltof stórt í höndunum á okkur.“ Veitingastaðir Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Dagný segir þetta mögulega vera erfiðustu ákvörðun sem þau hjónin hafi þurft að taka í lífinu, það er að loka staðnum. „Þetta er eins og maður hafði ætlað að senda barnið sitt til ættleiðingar. Þetta er yngsta barnið okkar, það er bara þannig,“ segir Dagný. Hjónin Dagný og Vignir Arnarson segjast vonast til að einhver muni taka við rekstrinum, annað hvort með því að kaupa staðinn eða leigja. Þurftu sjálf að hlaupa hraðar Dagný og Vignir stofnuðu fyrirtækið árið 2010 og oprnuðu svo veitingastað þremur árum síðar. „Við erum nýlega búin að opna staðinn í nýju og stærra húsnæði, árið 2018, og búin að reka hann þar í rúmt ár þegar faraldurinn skellur á. Þegar þú ert með veitingarekstur í Covid, eins og allir vita, þá var það mjög erfitt, sérstaklega þegar þú ert úti á landi. Þú vissir að það var ekkert jafnvægi í reglugerðum. Þú vissir aldrei hvort þú gætir ráðið inn fólk, eða ekki ráðið inn fólk, hvort þú þyrftir að segja upp starfsfólki og svo framvegis.“ Staðurinn gerði út á að þjónusta flestum lífstíls- og ofnæmishópum.Hendur í höfn Hún segir að allt tengt Covid hafa verið mjög erfitt. „Það var erfitt að standa skil á öllum opinberum gjöldum og svo að heyra fólk á atvinnuleysisskrá segja að það væri ekki reiðubúið að fara að vinna og betra væri að vera þar áfram. Þetta á sama tíma og maður sá sól vera að hækka á lofti og við vildum fara ráða fólk. Fyrst hélt ég að þetta snerist um að fólk nennti ekki að vinna, en svo heyrði ég fólk segja að það væri einfaldlega betra að þiggja áfram bætur en að byrja að vinna og verða sagt upp skömmu síðar þegar ný reglugerð tæki gildi. Það fór rosalega illa með andlega og líkamlega heilsu þar sem ég þurfti bara sjálf að hlaupa hraðar.“ Fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi Vignir bætir við: „Svona litlu fjölskyldufyrirtæki blæðir í svona ástandi sem hefur staðið í um tvö ár. Þetta þýddi það að við þurftum að hlaupa helmingi hraðar. Við þurftum að setja mikið af peningum, prívat og persónulega, inn í fyrirtækið. Og á sama tíma segir ríkið við mann: „Þú borgar bara allt sem þú skuldar, kallinn minn.“ Lífeyrissjóðirnir voru samt erfiðastir, enda buðu ekki upp á nein úrræði fyrir rekstraraðila.“ Veitingastaðurinn fór heldur ekki varhluta af því að ferðamönnum fækkaði verulega á þessum tíma. „Okkar stærsti hópur viðskiptavina hefur samt blessunarlega verið Íslendingar. Við höfum verið mjög heppin með það. Maður er búinn að leggja blóð, svita og tár í þetta fyrirtæki og svo kemur bara að því að maður er bara búinn. Maður er samt auðvitað alveg brjálæðislega þakklátur fyrir alla velvildina og meðbyrinn sem maður hefur fengið. Það hefur auðvitað verið af því að maður hefur verið að gera eitthvað sem aðrir hafa ekki verið að gera,“ segir Dagný. „Þetta fyrirtæki er algerlega búið að koma Þorlákshöfn á kortið,“ bætir Vignir við. Staðurinn hefur verið til húsa við Selvogsbraut í Þorlákshöfn.Hendur í höfn Fordómar Dagný segir að þau hafi lagt í mikla fjárfestingu þegar þau opnuðu á nýja staðnum 2018. „Fjárfestingin þar var í raun tíu sinnum hærri en á litla staðnum. Það er tvennt ólíkt að opna stóran, metnaðarfullan stað, og svo að vera með lítið kaffihús.“ Dagný segir að það sem hafi einkennt veitingastaðinn Hendur í höfn vera að hann hafi þjónað öllum ofnæmis- og lífstílshópum. „Við unnum allt frá grunni. Keyptum allt sem við gátum beint af býli. Svo var mannauðurinn það sem gerði þetta fyrirtæki. Við lögðum upp með að vera með hreint fæði og sinna öllum. Ég þekki það vel af eigin skinni hvað það getur verið mikið mál að fara út að borða, því ég er sjálf með svo mikið fæðuofnæmi. Það eru líka fordómar fyrir þessu, en hjá okkur var þetta ekkert mál.“ Þorlákshafnarbúar í sorgarferli Vignir segir fréttirnar hafa komið flatt upp á bæjarbúa. Dagný og Vignir hafi sett inn færslu á Facebook-síðu staðarins um lokunina í gær og segist Dagný enn ekki hafa treyst sér til að lesa athugasemdir bæjarbúa. Henni skilst þó að bæjarbúar séu hryggir vegna ákvörðunarinnar en sýni henni skilning. Dagný segir þau Vigni hafa fengið einhverjar fyrirspurnir frá áhugasömum um kaup eða leigu á staðnum. „Það fyrsta sem þeir spyrja er hvort ég myndi fylgja með,“ segir Dagný. „Ég segi alveg hiklaust: Ég er svo mikið tilbúin að vera þarna, og vinna þarna. Það er bara of mikið þegar þú stendur vaktina allan daginn að eiga reksturinn eftir þegar þú kemur heim á kvöldin. Þetta fyrirtæki óx mér eiginlega yfir höfuð. Við þurftum ekkert að hafa fyrir því að vera með góða traffík, fullt hús, sérstaklega um helgar. Það er samt erfitt að lifa veturinn af.“ „Það má segja að velgengnin hafi orðið okkur að falli,“ segir Vignir. „Þetta varð bara alltof stórt í höndunum á okkur.“
Veitingastaðir Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira