Kvika gæti verið að finna sér nýja leið til yfirborðs Fanndís Birna Logadóttir skrifar 7. október 2021 12:25 Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands. Foto: Vilhelm Gunnarsson Dregið hefur úr stærð skjálftanna við Keili undanfarna daga en virknin er þó enn mikil. Um 8800 skjálftar hafa mælst á svæðinu frá því að hrinan hófst þann 27. september síðastliðinn. Ekki er hægt að útiloka að kvika sé á hreyfingu á miklu dýpi. Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Mögulegt er að kvika sé að reyna að finna sér leið til yfirborðs þrátt fyrir að það sjáist ekki í gervihnattagögnum. Þetta segir Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur við Háskóla Íslands, í samtali við Fréttastofu. Bendir hann á að stærð skjálftanna sé ekki endilega bein vísbending um að kvika sé á leiðinni upp heldur þurfi að horfa til þess hversu mikil virknin er. „Ein hugsanleg skýring á að [virknin] sé viðvarandi er sú að kvika sé að reyna að finna sér nýja leið til yfirborðs," segir Þorvaldur. Þorvaldur vísar til þess að það sé enn hraunkvika að koma upp nálægt yfirborðinu við gosið í Geldingadölum og því sé gosið enn í gangi þar þrátt fyrir að það fari lítið fyrir því. Það gæti þýtt að gosinu í Geldingadölum sé við það að ljúka en einnig er mögulegt að kvikan sé að fara aðrar leiðir. „Það gæti líka alveg eins verið að það séu einhver höft þarna ofarlega í gosrásinni sem eru að valda því að kvikan á erfitt með að komast upp í Geldingadölum og er því að leita sér nýrra leiða til að komast upp á yfirborðið,“ segir Þorvaldur. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu hafa um 200 skjálftar mælst við Keili frá því um miðnætti og var sá stærsti á sjötta tímanum í morgun 2,4 að stærð. Hvasst er nú á svæðinu og því mögulegt að mælarnir nái ekki að mæla alla þá skjálfta sem verða á svæðinu. Í gær mældust í heildina um 900 skjálftar á svæðinu og 1500 í fyrradag. Langflestir skjálftarnir í gær voru undir einn að stærð og enginn þeirra var yfir 3 að stærð. Síðasti stóri skjálftinn varð á þriðjudag og var 3,4 að stærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34 Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42 Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00 Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Fleiri fréttir Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Sjá meira
Virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið Svo virðist sem ró hafi færst yfir skjálftasvæðið í grennd við Keili síðustu sólarhringana. 7. október 2021 07:34
Engin skýr merki um kviku við Keili Nýjustu gervihnattagögn sýna engin skýr merki um að kvika brjóti sér leið til yfirborðs í kringum Keili á Reykjanesi. Ekki er þó talið útilokað að kvika sé á hreyfingu á það miklu dýpi að gervihnettir greini hana ekki. 6. október 2021 18:42
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. 2. október 2021 13:00