„Dómarinn þekkir ekki okkar leikmenn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. október 2021 22:25 Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, hrósaði sínu liði og stuðningsmönnum þess í leikslok. vísir/hulda margrét Þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Breiðabliki í úrslitaleik Mjólkurbikarsins var Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, sáttur með sitt lið og frammistöðu þess. Hann hafði eitt og annað við dómgæsluna í leiknum að athuga. „Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
„Við spiluðum vel og 85 prósent af leiknum vorum við mjög góðar. Við breyttum leikáætluninni aðeins og reyndum að þvinga þær í mistök sem við gerðum en nýttum okkur það ekki. En þegar við gerðum mistök nýttu þær sér það,“ sagði Nik eftir leik. Hann hefði viljað fá aukaspyrnu í aðdraganda fyrsta marks leiksins sem Karítas Tómasdóttir skoraði á 26. mínútu. „Í fyrsta markinu var brotið á Katie [Cousins] á miðjunni, brot sem hún fékk tveimur mínútum á undan. Allt í einu vorum við 1-0 undir því dómarinn var ekki samkvæmur sjálfum sér sem gerist svo oft,“ sagði Nik. Hann sagði að dómari leiksins, Sigurður Hjörtur Þrastarson, þekki einfaldlega ekki sína leikmenn. „Það getur vel verið að hann sé góður en hann hefur aldrei dæmt hjá okkur í sumar þannig að hann þekkir ekki okkar leikmenn. Katie er lágvaxin, kemur sér í stöðu, það er brotið á henni og það er aukaspyrna. Hann veit það ekki því hann hefur ekki dæmt hjá okkur í sumar. Í framtíðinni þarf að velja dómara sem þekkja leikmennina í báðum liðum svo það sé samræmi.“ Þróttur var 2-0 undir í hálfleik en átti góðan kafla í upphafi seinni hálfleiks án þess þó að skapa sér mörg afgerandi færi. „Ég bað leikmennina bara að halda áfram. Þetta var í fínu lagi. Þær fengu ekki haug af færum. Við ætluðum bara að gera það sem við höfðum gert og bíða eftir tækifærunum. Fram að þriðja markinu vorum við ofan á í leiknum. En þær nýttu sér mistök okkar. Þú gefur þeim eitt hálffæri og þær nýta sér það til fullnustu,“ sagði Nik. Þrátt fyrir tapið í kvöld gengur Nik sáttur frá tímabilinu enda náði Þróttur sínum besta árangri frá upphafi; endaði í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar og komst í bikarúrslit. „Að sjálfsögðu. Fyrir tveimur árum voru þessir leikmenn í Lengjudeildinni og væntingarnar voru ekki miklar. En við unnum hana auðveldlega og höfum byggt ofan á það. Þetta er örugglega eitt af yngstu liðunum sem hefur komist í bikarúrslit og ég er mjög stoltur af því,“ sagði Nik. Þjálfarinn hrósaði stuðningsmönnum Þróttar í hástert eftir leikinn en þeir fjölmenntu á leikinn og létu vel í sér heyra. „Þetta var ótrúlegt. Ég vissi að við ættum frábæra stuðningsmenn en þetta var á allt öðrum skala. Fyrir Þrótt sem félag er þetta örugglega besti dagurinn sem þeir hafa átt, jafnvel þótt við höfum tapað. Þeir héldu alltaf áfram að syngja. Þetta er stuðningur sem á engan sinn líkan,“ sagði Nik að lokum. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Þróttur Reykjavík Mjólkurbikar kvenna Tengdar fréttir „Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02 „Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16 Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Golf Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Enski boltinn „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Enski boltinn Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Fleiri fréttir Fram spilar og selur treyjur til styrkar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Sjá meira
„Ógeðslega stolt af liðinu“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum hin kátasta eftir úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem Blikar unnu Þróttara, 4-0. 1. október 2021 22:02
„Hún er magnaður leikmaður“ Vilhjálmur Kári Haraldsson var stoltur af sínum konum í Breiðabliki eftir 4-0 sigurinn gegn Þrótti í bikarúrslitaleiknum í kvöld. Hann segist ekki vera hættur. 1. október 2021 21:16
Umfjöllun: Breiðablik - Þróttur 4-0 | Bikarinn í Kópavog Breiðablik jafnaði í kvöld met Vals yfir flesta bikarmeistaratitla kvenna í fótbolta með því að vinna sinn þrettánda titil með 4-0 sigri á Þrótti í úrslitaleik á Laugardalsvelli. 1. október 2021 21:38