Nýbakaða mamman Ólafía Þórunn tók aftur fram kylfurnar sínar fyrir CNN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 09:30 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir með strákinn sinn sem fæddist í lok júní. Instagram/@olafiakri Það þurfti eina af þekktustu sjónvarpsstöðvum heims til að koma íslenska kylfingnum Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur aftur út á golfvöllinn. Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan. Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira
Ólafía Þórunn hefur nefnilega verið undanfarið upptekin við annað en bæta golfleik sinn að undanförnu. Ólafía Þórunn var að eignast sitt fyrsta barn í sumar en strákurinn hennar kom í heiminn í lok júní. Ólafía sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að hún hafi tekið sín fyrstu golfhögg eftir að CNN kom til að taka við hana viðtal fyrir þáttinn Living Golf. „Tók mín fyrstu högg aftur með þeim. Tók smá tíma að liðka sig, en engu höfum við gleymt. Flottur þáttur sem þau gerðu um golf á Íslandi. Gaman að fá að vera með,“ skrifaði Ólafía Þórunn. Það má horfa á allt viðtalið við hana hér fyrir neðan. „Áður en ég yfirgef þetta ótrúlega land þá hitti ég mögulega frægasta og besta kylfing sem hefur komið frá Íslandi til þessa,“ sagði Justin Armsden, umsjónarmaður Living Golf. „Ég byrjaði að æfa golf þegar ég var níu ára. Ég ólst upp í Mosfellsbæ og var mikið að æfa með strákunum því það voru ekki margar stelpur. Það eru mínar fyrstu minningar úr golfinu,“ sagði Ólafía Þórunn. Ólafía Þórunn fór yfir feril sinn í gólfinu og hvernig hún vann sig upp inn á LPGA-mótaröðinni, fyrst Íslendingar. „Fyrsta LPGA-mótið mitt var á Bahamaeyjum. Ég ætlaði að fara að æfa en ég var svo feimin að fara inn á flötina. Þarna voru Michelle Wie og Lexi. Ég hugsaði: Ég verð bara fyrir þeim og trufla þær,“ sagði Ólafía Þórunn en hún stimplaði sig síðan vel inn og náði einu móti inn á topp fimm. „Ég er svo stolt af því að keppa fyrir hönd Íslands og allir hér hafa stutt svo vel við bakið á mér. Þetta er einstakt og fallegt land og hér eru bara allir vitlausir í golf,“ sagði Ólafía en það má sjá allt viðtalið við hana hér fyrir ofan.
Golf Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Of falleg saga til að vera ekki skrifuð í skýin Siggi Raggi for holu í höggi á vellinum þar sem Íslandsmótið fer fram Donald Trump sást svindla á golfvellinum Viðurkennir að prumpið sem heyrðist um allan heim sé hans Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Sjá meira