Niðurgreiðum sálfræðiþjónustu – strax Tryggvi Guðjón Ingason skrifar 24. september 2021 11:30 Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Geðheilbrigði Heilbrigðismál Tryggingar Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Erum við í alvöru enn að ræða þetta? Já árið er 2021 og við erum enn að ræða um niðurgreiðslu þjónustu sálfræðinga á stofu. Eitthvað sem aðrar þjóðir hafa fyrir löngu áttað sig á að sé mikilvægur hluti af heilbrigðiskerfi þeirra og tryggir jafnara aðgengi allra að sálfræðiþjónustu óháð efnahag. Í því samhengi má sérstaklega nefna að allar Norðurlandaþjóðirnar niðurgreiða sálfræðiþjónustu í einhverri mynd, þ.m.t. Færeyingar sem hófu þá innleiðingu árið 2000 og eru enn að bæta í niðurgreiðsluna með tryggu fjármagni, vel gert hjá frændum okkar. Sýnt hefur verið fram á að með því að tryggja aðgengi að sálfræðiþjónustu megi bæta lífsgæði og líðan almennings. Sálfræðimeðferð getur dregið úr líkum á örorku og dregið úr líkum á að fólk detti út af vinnumarkaði með öllum þeim afleiddu erfileikum sem það getur haft í för með sér. Störf sjálfstætt starfandi sálfræðinga snerta öll þrjú þjónustustig heilbrigðisþjónustu og gegna þeir mikilvægu hlutverki í forvörnum, fræðslu og rannsóknum. Sjálfstætt starfandi sálfræðingar búa yfir sérþekkingu sem stundum er ekki fyrir hendi hjá stofnunum ríkisins og eru því mikilvægt tannhjól í geðheilbrigðiskerfi landsmanna. Vandinn er að aðgengi að þessari þjónustu er misskipt, hún er ekki fyrir alla, hún er eingöngu fyrir þá sem hafa efni á henni. Almenningur hefur fyrir löngu áttað sig á mikilvægi þessarar þjónustu og kallað eftir því að hún verði niðurgreidd. Í fyrstu við dræm viðbrögð stjórnmálana með þeim afleiðingum að hér á landi er stór hópur landsmanna sem hefur ekki fengið þjónustu við hæfi. Það er því uppsöfnuð þörf fyrir sálfræðiþjónustu. Á síðustu árum hefur orðið vakning um mikilvægi geðheilsu og mikilvægi sálfræðiþjónustu. Mætti segja að komin sé samfélagssátt um þetta mikilvæga málefni. Sem kristallast með lagasetningu um niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu á Íslandi í lok júní 2020, og samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum af þingmönnum allra þingflokka. Hér var stigið mikilvægt skref í átt að réttlátara geðheilbrigðiskerfi. En hvað svo? Hvað varð svo um samfélagssáttina? Rúmlega ári síðar erum við án samnings en ákveðið hefur verið að setja 100 milljónir árið 2021 og aðrar 100 milljónir árið 2022 í verkefnið. Upphæð sem bendir til að það var í raun ekki samfélagssátt og sýnir áhugaleysi ríkisstjórnarinnar til að virkja lagasetninguna með árangursríkum hætti. Nú ríður á að koma þessum lögum strax í framkvæmd með því að fjármagna að fullu niðurgreidda sálfræðiþjónustu. Þá búum við til réttlátara kerfi fyrir alla. Kerfi sem styður við opinbert stigskipt heilbrigðiskerfi, dregur úr biðtíma eftir þjónustu og eykur líkur á að fólk geti sótt sér rétta meðferð. Þannig aukum við lífsgæði almennings og tryggjum að allir geti notið þeirra lífsgæða sem í boði eru. Setjum geðheilbrigðismál í forgang Fjármögnum niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu strax Höfundur er formaður Sálfræðingafélags Íslands.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun