Eldgos hafið á La Palma Þorgils Jónsson skrifar 19. september 2021 14:40 Eldgos er hafið á eyjunni La Palma í Kanaríeyjaklasanum. Eldgos er hafið á La Palma á Kanaríeyjum. Reykjarsúlur stigu upp til himins klukkan korter yfir þrjú á staðartíma í fjallinu Rajada, nálægt Cabeza de Vaca í Cumbre Vieja þjóðgarðinum á suðurhluta eyjunnar. Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira
Þórarinn Einarsson, íbúi á La Palma, sagði í samtali við fréttastofu nú fyrir skemmstu að gosið hafi sést vel í fyrstu en að skýjahula sé nú yfir allri eyjunni og því sjáist það ekki vel sem stendur. Rýmingin á svæðinu sé staðbundin og að íbúar bíði frekari upplýsinga frá almannavörnum. Itahiza Dominguez, sérfæðingur á jarðfræðistofnun Spánar, sagði í samtali við stjónvarpsstöðina RTVC á Kanaríeyjum að þó það sé of snemmt að segja til um hversu lengi gosið geti staðið, gætu eldgos á Kanaríeyjum staðið yfir í margar vikur eða mánuði. Meira en 22.000 jarðskjálftar, allt að 3,8 á Richter, mældust á svæðinu í vikunni. Samkvæmt fréttum AP gaus síðast á þessum slóðum árið 1971, en síðast gaus á Kanaríeyjaklasanum arið 2011. Það gos var neðansjávar undan ströndum El Hierro, og stóð yfir í fimm mánuði. Í frétt Reuters kemur fram að rétt áður en gosið braust út hafi um 40 manns með hreyfihamlanir og búpeningur verið fluttur burt úr þorpum í kringum gosið. Alls hafa um 1.000 manns verið flutt af svæðinu, sem er annars nokkuð strjálbýlt og er búist við að brottflutningur fólks muni halda áfram. um 85.000 manns búa á La Palma. Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins sagði í samtali við Vísi að ekki lægi fyrir hversu margir Íslendingar væru í námunda í við gosið, en að enginn hefði haft samband við borgaraþjónustuna vegna gossins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur nýhafið eldgos á Kanarí engin áhrif á virkni eldgossins hér á landi. Fréttin var uppfærð. ACABA DE COMENZAR LA ERUPCIÓN EN LA PALMA. ESTAS IMÁGENES HAN SIDO GRABADAS POR PERSONAL DE INVOLCAN. pic.twitter.com/CjdR7ZnKzh— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021 THE ERUPTION HAS JUST BEGUN IN LA PALMA. THESE IMAGES HAVE BEEN RECORDED BY INVOLCAN PERSONNEL #LaPalma #volcanology pic.twitter.com/twJwZfbAjw— INVOLCAN (@involcan) September 19, 2021
Kanaríeyjar Eldgos og jarðhræringar Spánn Eldgos á La Palma Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Sjá meira