Hönnunarfyrirtækjum fjölgar mest Halla Helgadóttir skrifar 13. september 2021 08:01 Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tíska og hönnun Halla Helgadóttir Arkitektúr Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands er mjög áhugavert að sjá að á tíu ára tímabili 2009-2019 hefur fyrirtækjum á sviði hönnunar og arkitektúrs fjölgað mest innan skapandi greina. Þetta eru fyrirtæki á fjölbreytilegu sviði hönnunar, allt frá arkitektastofum yfir í fyrirtæki sem leggja áherslu á fjölbreytta vöruhönnun, stafræna hönnun, grafíska hönnun, fatahönnun og fleira. Loksins er staðfest með tölum að hönnunargreinar eru í miklum vexti á Íslandi, sem kemur kannski ekki á óvart miðað við þær miklu breytingar sem við höfum upplifað á undanförnum árum. Hönnun og arkitektúr spanna vítt svið, fyrirtækin eru ólík og hönnun er í auknu mæli að verða hluti af stefnumótun og leiðandi verkfæri í fjölbreytilegum verkefnum. Þau lönd sem skara fram úr í hönnun og arkitektúr eru komin lengst í þessari þróun, svo sem Holland, Finnland og Danmörk. Samkvæmt rannsókninni „Design Delivers: How Design Accelerates your Business“ sem danska hönnunarmiðstöðin og samtök iðnaðarins í Danmörku unnu um danskt viðskiptalíf, kemur í ljós að mikill meirihluti fyrirtækja segja að hönnun efli samkeppnisforskot, auki ánægju viðskiptavina og styrki vörumerki. Þar kemur líka fram að 90% fyrirtækja sem leggja áherslu á hönnun í stefnu og starfsemi mæla verulegan efnahagslegan ávinning og í þeim fyrirtækjum eru ákvarðanir um hönnun teknar af æðstu stjórnendum. Á Íslandi gerast breytingar oft hratt þannig að á sama tíma má sjá fjölgun hönnunarfyrirtækja með fremur hefðbundna nálgun og þeirra sem eru í takti við nýjustu þróun. Um leið og við erum að uppgötva að hönnun er verulega öflugt tæki í hefðbundnum viðskiptum, sem vara eða þjónusta, þá erum við líka að átta okkur á að hönnun í eðli sínu nýskapandi og öflugt verkfæri á tímum breytinga. Dæmi um þetta má sjá víða í viðskiptum og tækniþróun, eflingu hringrásarhagkerfis og sjálfbærni og þróun lausna á sviði umhverfismála, lýðheilsu og velferðar. Efling hönnunarnáms og fjölgun námsleiða í hönnun er í takti við þessa þróun. Það er áhugaverð staðreynd að á þessu sama tímabili 2009-2019 útskrifast um 50 hönnuðir á ári úr BA námi frá Listaháskóla Íslands og þar er nú búið að koma á laggirnar meistaranámi í bæði í hönnun og arkitektúr. Við þennan fjölda bætast þeir hönnuðir og arkitektar sem sækja sér menntun erlendis. Ungu fólki með sérþekkingu á sviði hönnunar og arkitektúrs hefur fjölgað verulega á Íslandi á undanförnum árum, sem sést vel íslensku samfélagi, bæði í fyrirtækjum sem hefur fjölgað svo mjög undanfarin ár og sérhæfa sig í hönnun og arkitektúr og í fjölda lítilla nýskapandi fyrirtækja. Þetta er metnaðarfullt ungt fólk sem vill láta til sín taka á nýjum sviðum atvinnulífsins, hafa jákvæð áhrif og sækist eftir menntun og störfum í hönnun og skapandi greinum sem aldrei fyrr. Það er undir eldri kynslóðum og þeim sem stjórna að greiða leiðir og skapa aðstæður sem tryggir að unga fólkið okkar geti starfað hér á landi á sviði skapandi í greina og efla um leið þekkingu, sjálfbæra verðmætasköpun og gæði samfélagsins til framtíðar sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun. Höfundur er framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands sem er hreyfiafl og miðja í eflingu og sjálfbærri þróun hönnunar og arkitektúrs á Íslandi.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar