Segist ekki taka sálina hjá neinum en hann mun taka lappirnar undan þér Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2021 08:00 Novak Djokovic mun þreyta þig þangað til þú getur ekki lengur staðið í lappirnar. Matthew Stockman/Getty Images Novak Djokovic er komin í átta manna úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Jenson Brooksby. Hann var í skemmtilegu viðtali eftir leik. Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021 Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira
Djokovic lenti í stökustu vandræðum með Brooksby sem jarðaði Serbann í fyrsta setti leiksins, 6-1. Djokovic kom til baka og vann næstu þrjú sett, 6-3, 6-2 og 6-2, til að tryggja sér sæti í 8 manna úrslitum. Leikurinn var tók nærri þrjár klukkustundir. Takist Djokovic að landa sigri á Opna bandaríska verður það hans 21 risatitill sem er met í karlaflokki. „Það eru 16 ár síðan ég steig fyrst fæti á aðalvöllinn á risamóti. Þetta hefur verið frábær ferð. Það er erfitt að horfa til baka og hugsa um hverju maður hefur áorkað þegar maður er enn í rútunni á leiðinni á leiðarenda. Auðvitað kann ég þó að meta hvert skref sem ég hef tekið á þessari vegferð,“ sagði Djokovic spekingslegur. Hann var léttari í lund þegar hann var spurður út í tíst sem Andy Roddick, fyrrum atvinnumaður í tennis og góðvinur Djokovic, birti á Twitter-síðu sinni. First he takes your legs . Then he takes your soul— andyroddick (@andyroddick) September 7, 2021 „Fyrst tekur hann lappirnar undan þér … og svo tekur hann sál þína,“ sagði Roddick í gríni um hvernig það væri að spila við Djokovic. „Takk Andy, ég tek þessu sem hrósi. Aðeins fyrri hlutanum samt, síðari hlutinn er ekki réttur þar sem ég tek ekki sálina hjá neinum. Allir hafa sína eigin sál, við erum öll fallegar sálir og ég kann að meta þær allar,“ sagði Djokovic við mikið lófaklapp áhorfenda. „En ég mun taka lappirnar undan þér, það er öruggt,“ bætti hinn 34 ára gamli Djokovic við að lokum. I don t take anybody s soul. We re all beautiful souls. But I ll take your legs out, that s for sure. The mentality of Novak Djokovic pic.twitter.com/aEwuUM5Nt1— ESPN (@espn) September 7, 2021
Tennis Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Sjá meira