Er byggingareglugerð bara upp á punt? Ingveldur Jónsdóttir skrifar 6. september 2021 14:30 Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Stjórnsýsla Húsnæðismál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um. Annar galli, sem gerir íbúðir ill íbúðarhæfar fyrir hreyfihamlað fólk, hefur fengið minni athygli, en það er þegar ekki er fylgt ákvæðum byggingareglugerðar um algilda hönnun. Í byggingareglugerð sem hefur verið í gildi frá 2012 er skýrt að allt íbúðarhúsnæði eigi að vera aðgengilegt öllum. Ákvæði um aðgengi fatlaðs fólks hafa þó verið til staðar svo áratugum skiptir. Eina undantekningin frá þessu er, að af einhverjum ástæðum má taka hús í notkun og ekki setja upp lyftu fyrr en seinna, að hámarki 3 árum seinna, þegar lokaúttekt á í síðasta lagi að fara fram. Þessu ákvæði reglugerðarinnar þarf að breyta. Höfundur greinarinnar vill taka fram, að henni er ekki kunnugt um nýleg dæmi þess að fólki hafi verið ætlað að flytja inn í íbúðir í lyftuhúsum án þess að lyftan væri uppsett. Hins vegar hefur viðgengist, að annars konar hús en íbúðarhús séu tekin í notkun án þess að lyfta hafi verið sett upp. Stundum er því ekki einu sinni framfylgt, að lokaúttekt fari fram innan 3ja ára. Sem dæmi má nefna, að á Akureyri er mótorhjólasafn á tveimur hæðum en engri lyftu. Safnið hefur verið í rekstri í meira en 10 ár. Þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar um að allt íbúðarhúsnæði skuli vera aðgengilegt öllum, er enn verið að afhenda fólki íbúðir með of háum þröskuldum og hurðapumpum sem eru svo þungar að þær eru ónothæfar eða hættulegar börnum og veikburða fólki. Fyrir þessu eru ýmsar ástæður. Áður en fólk fær afhenta nýja íbúð hafa ýmsir aðilar komið að málum. Fyrst hönnuðir, síðan verktakar og að lokum eftirlitsaðilar. Reynslan sýnir að allir þessir aðilar geta klikkað. Dæmi er um mann í hjólastól sem keypti íbúð á hönnunarstigi, svo í lokafrágangi voru settar tröppur við innganginn í húsið. Þessar tröppur voru í fullu samræmi við byggingaleyfi, því að verktakinn hafði fengið hönnuðinn til að breyta innganginum í húsið eftir að hafa selt íbúðina og byggingafulltrúinn síðan samþykkt allt saman. Í þessu tilfelli brugðust allir þeir aðilar sem að ofan voru nefndir. Það er af íbúðarkaupandanum óheppna að segja, að þegar hann gerði athugasemd við verktakann, benti verktakinn honum á, að hann gæti komist inn í íbúðina sína um bílakjallarann! Maðurinn flutti úr nýju íbúðinni sinni með tilheyrandi raski og kostnaði. Tilfelli eins og lýst er hér að ofan eru sem betur fer sjaldgæf. Hins vegar er því miður nokkuð algengt að hurðapumpur séu allt of stífar þrátt fyrir skýr ákvæði byggingareglugerðar þar um. Hér er líklega ekki við hönnuði að sakast, heldur klúðrast lokaframkvæmdin og síðan standa eftirlitsaðilar sig ekki í stykkinu. Bæði byggingafulltrúar og fulltrúar slökkviliðs sem sjá um þann hluta úttektar sem snýr að eldvörnum eiga að koma þarna að málum. Það er með öllu óþolandi að fólk fái afhentar íbúðir sem uppfylla ekki ákvæði byggingareglugerðar og eru þannig illa eða ó íbúðarhæfar. Það eru mannréttindi að eiga heimili og í mörgum tilfellum hefur fólk teygt sig að þanmörkum fjárhagslega og getur því illa ráðið við það að gera við lek hús eða þurfa að flytja í aðra íbúð vegna aðgengisvandræða. Hér þurfa hönnuðir, verktakar og eftirlitsaðilar að gyrða sig í brók svo fólk lendi ekki í óþægindum og eða fjártjóni. Höfundur er verkfræðingur og formaður málefnahóps ÖBÍ um aðgengismál.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun