Já, hvert ertu að fara Brynjar? Daði Már Kristófersson skrifar 31. ágúst 2021 11:31 Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Sjávarútvegur Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúin vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson gerir stefnu Viðreisnar að umtalefni í grein hér á Vísi. Stefnunni finnur hann flest til foráttu. Mér er þó ekki alveg ljóst hvert Brynjar er að fara. Gott væri að fá skýringar á eftirfarandi atriðum: 1. Brynjar sakar Viðreisn um að eyðileggja fyrirsjáanleika í útgerð ef teknir verða upp nýtingarsamningar til 20-30 ára, í samræmi við stefnu Viðreisnar. Nú er fyrirsjáanleikinn ekki meiri en svo að sá hluti þorskkvóta sem úthlutað er til stærri útgerða hefur verið skorinn niður um þriðjung frá því núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var tekið upp, og úthlutað t.d. til smábáta, byggðaaðgerða, línuívilnunar og strandveiða. Hvernig getur meiri fyrirsjáanleiki en útgerðin hefur búið við undanfarna áratugi leitt til minni fyrirsjáanleika? 2. Viðskipti hafa verið stunduð með aflahlutdeildir (kvóta til lengri tíma) og aflamark (kvóta til skamms tíma) um margra áratuga skeið, eða síðan 1991. Sumir telja meira að segja að megnið af afaheimildunum hafi skipt um hendur á þessum tíma (sjá hér). Á þessum tíma hefur orðið mikil hagræðing og afkoma í sjávarútvegi batnað mikið. Ef viðskipti með aflahlutdeildir hafa reynst vel hvers vegna munu viðskipti með aflaheimildir í framtíðinni rústa okkar sjávarútvegi? 3. Brynjar vill meina að sala nágrannalandanna á aflaheimildum sanni að slík sala sé stórhættuleg. Væntanlega er Brynjar þar að vísa til reynslu Færeyinga sem nær eingöngu seldu til EINS ÁRS Í SENN: Telur Brynjar sambærilegt að selja aflaheimildir til eins árs og 20-30 ára? 4. Loks mærir Brynjar greinargerð sem ég skrifaði 2010 um fyrningarleið. Frá því þessi greinargerð var skrifuð hafa orðið umtalsverðar breytingar í sjávarútvegi. Sú veigamesta er að útgerðin greiðir nú veiðigjald. Ef innheimtu veiðigjalds er breytt frá núverandi lögum í markaðsgjald, eins og Viðreisn boðar, hvers vegna ætti sú breyting að kollvarpa útgerð? Hlutfall gjaldsins af hagnaði er svipað í báðum lausnum, eða um þriðjungur hagnaðar. Er annar þriðjungurinn stærri en hinn? Hvers vegna? Höfundur er varaformaður Viðreisnar.
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson Skoðun