Þak yfir höfuðið Valdís Ösp Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:30 Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Halldór 30.08.2025 Halldór Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun