Simon Kjær og dönsku læknarnir verðlaunaðir fyrir að bjarga lífi Eriksen Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. ágúst 2021 19:01 Simon Kjær var með þeim fyrstu til að bregðast við eftir að Eriksen hneig niður í leik gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar. Danski landsliðsfyrirliðinn Simon Kjær, og læknateymið sem bjargaði lífi Christian Erikesen þegar hann fór í hjartastopp í leik danska landsliðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í sumar, hljóta Forsetaverðlaun UEFA í vikunni. Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021 Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Sjá meira
Kjær var fljótur að bregðast við þegar hann sá hvað hafði komið fyrir liðsfélaga sinn, og lagði hann í læsta hliðarlegu og tókst að koma í veg fyrir að Eriksen myndi gleypa tungu sína áður en sjúkraliðar komust að honum. Hann sá svo til þess að leikmenn liðsins mynduðu varnarvegg í kringum Eriksen eftir að læknateymið mætti á staðinn svo að hægt væri að hlúa að honum. Danski landsliðsfyrirliðinn hughreysti einnig eiginkonu Eriksen á vellinum, og hefur fengið mikið lof fyrir sína þátttöku í björgunaraðgerðum á vellinum. Hinn 29 ára Eriksen þakkaði fyrirliða sínum, læknateyminu og danska liðinu öllu fyrir sinn þátt í að bjarga lífi sínu. „Þið stóðuð ykkur frábærlega og björguðuð lífi mínu,“ sagði Eriksen um læknateymið eftir atvikið. „Ég vil líka þakka vini mínum og fyrirliða, Simon [Kjær], og liðsfélögum mínum öllum í danska liðinu, fyrir stuðninginn sem ég hef fengið. Bæði þann 12. júní, og eftir það.“ This week, Denmark captain Simon Kjær and the medical team that saved the life of Christian Eriksen will receive the 2021 UEFA President s Award.#UEFAawards— UEFA (@UEFA) August 24, 2021
Hjartastopp hjá Christian Eriksen Tengdar fréttir Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01 Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01 Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30 „Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01 Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31 Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Körfubolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Fleiri fréttir Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni Gæti spilað fyrsta landsleikinn í sjö ár Vardy til Ítalíu og spilar með barnabarnabarni Mussolini Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Sjá meira
Mætti aftur til Ítalíu í dag - framhaldið óljóst Christian Eriksen, leikmaður Internazionale í Mílanó og danska landsliðsins í fótbolta, sneri aftur til Mílanó í dag. Eriksen hefur verið í fríi frá því að hann fór í hjartastopp í leik Danmerkur og Finnlands á Parken í Kaupmannahöfn á EM í sumar. 3. ágúst 2021 23:01
Eriksen og þeim sem björguðu lífi hans boðið á úrslitaleikinn Knattspyrnusamband Evrópu hefur boðið Dananum Christian Eriksen og sjúkraliðunum sem björguðu lífi hans að mæta á úrslitaleik Evrópumótsins á sunnudaginn. 7. júlí 2021 09:01
Eriksen útskrifaður af spítala Daninn Christian Eriksen hefur verið útskrifaður af spítala eftir tæplega vikudvöl í kjölfar hjartaáfalls sem hann fékk í leik Danmerkur og Finnlands á EM þann 12. júní síðastliðinn. Eriksen þakkar fyrir stuðninginn sem hann hefur hlotið í yfirlýsingu sem danska knattspyrnusambandið sendi frá sér nú síðdegis. 18. júní 2021 16:30
„Kraftaverkabræður“ frá mikið hrós fyrir að bjarga lífi Christian Eriksen Læknarnir, sem hlupu inn á völlinn og lífguðu við Christian Eriksen, eru bræður. Þeir fá mikið hrós frá dönsku landsliðsmönnunum. 15. júní 2021 09:01
Óhugnalegt fall Eriksen til jarðar kveikti strax grun um hjartastopp Kristján Guðmundsson, hjartalækni á Landspítalanum, grunaði strax sterklega hvað hafði komið fyrir danska landsliðsmanninn Christian Eriksen þegar hann féll meðvitundarlaus til jarðar án þess að bera hendur fyrir sig. 13. júní 2021 23:31
Landsliðslæknirinn staðfestir að Eriksen fór í hjartastopp Morten Boesen, læknir danska karlalandsliðsins í fótbolta, hefur staðfest það að Christian Eriksen hafi farið í hjartastopp á leik Danmerkur og Finnlands á EM í Kaupmannahöfn í gær. 13. júní 2021 14:27