Myglaður meirihluti Björn Steinbekk skrifar 23. ágúst 2021 09:31 Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í raun er myglusaga Fossvogsskóla dæmi um hvernig eflaust gott fólk tekur lélegar ákvarðanir og stoltið virðist síðan þvælast fyrir þegar þarf að breyta um stefnu eða læra af mistökunum, sem eru mörg. Það sem málefni Fossvogsskóla og ástand skólans snýst hvað mest um í mínum huga er hvað kerfið og meirihlutinn er að verja sem er hversu illa hefur verið staðið að umhirðu og viðhaldi skólabygginga í Reykjavík og þar af leiðandi vinnuaðstöðu barna og kennara. Það eru fleiri myglaðir skólar í Reykjavík og það væri flókið ári fyrir kosningar að viðurkenna, að meðan Samfylkingin hefur ráðið lögum og lofum í borginni, hafa innviðir skólakerfisins á mörgum stöðum lekið, myglað, orðið ónýtir því ekki var sett fjármagn í viðhald. Það kostar um 4 milljarða hið minnsta að byggja einn skóla í Reykjavík og Samfylkingin og þau sem hafa stutt hana til valda síðustu ár og áratugi, með smá hléi, bera mikla ábyrgð á því að nú þarf eflaust að setja 15-20 milljarða í ónýta skóla á næstu árum. Það er enn eitt klúður kerfisins sem Dagur B. Eggertsson á heiðurinn af. En það eru fleiri angar myglunnar í Fossvogsskóla sem lítið hefur verið fjallað um og það er til dæmis hvers vegna umboðsmaður barna hefur ekki stigið fram þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar sem engin svör hafa borist við. Er ekki undarlegt að til sé embætti á Íslandi sem virðist rekið af embættismanni sem af öllu að dæma hefur ekki aðgang að Internetinu því annað eins hefur verið fjallað um blæðandi börn með hósta og höfuðverk síðustu árin. Síðan er það hið undarlega tvíeyki Helgi Grímsson og Skúli Helgason sem hafa í raun gert allt sem krísustjórnunarsérfræðingar ráðleggja fólki í vanda að gera ekki og það er svara ekki, vera með hroka og yfirlæti og gera lítið úr vandamálinu og þegar allt er komið í skrúfuna lofa betri vinnubrögðum og láta svo ekki nást í sig þegar ekkert breytist. Síðast þegar þeir ræddu beint við foreldra í Fossvogi var lofað samráði og upplýsingagjöf. Það endaði með einum zoom fundi með starfsmanni skóla og frístundasviðs og síðan ekki söguna meir. Það er allt samráðið sem þessir menn gátu komið á og framkvæmt. Er undarlegt að talað sé um myglaðan meirihluta? Bara til að toppa sig í vanhæfni þá kom í ljós að skoðanakönnun sem kastað var á foreldra um hvaða húsnæði þau vildu undir skólahald var þannig gerð að hver sem er með internet aðgang gat kosið og síðan var þess krafis að gefið yrði upp nafn barns þó könnuninni ætti að vera nafnlaus og ógreinanleg. Síðan er það skólastjórinn og hans hlutverk sem ætla mætti að sé að tryggja nemendum og kennurum sem bestu aðstöðu til starfs. Það er hins vegar svo að sú sem stýrir Fossvogsskóla virðist meira umhugað um að þjónkast yfirmönnum sínum en skjólstæðingum því fáu eða engu er svarað þegar spurt er um stöðuna og þau skilaboð sem berast í formi almennra tölvupósta bera þess merki að vera saminn af einhverjum sem virðist í afneitun á ástandið og vilja kennara, barna og foreldra. Já, það er forvitnilegt að sjá rétt fyrir kosningar að gæðingar Samfylkingarinnar lofa því að ef þau komast til valda í landsmálum verði allt betra en forðast alfarið að tala um klúður flokksfélaga sinna og systkina í borginni. Dagur, farðu nú að stíga upp eða stíga til hliðar. Samt má ekki gleyma ábyrgð foreldra og íbúa í Fossvogi. Að þurfa taka ákvörðun um að setja börn sín í aðstæður sem uppfylla ekki til lög um aðstöðu til náms er ömurlegt. Að senda börn sín í annan skóla sem er líka myglaður og þurfa þannig að velja milli minna eða meiri myglaðs skóla er eitthvað sem ráðherra menntamála verður að taka fastar á strax. Já, það er sárt að þurfa að skýra út fyrir barni að kerfið sem á að sjá þeirra hag sem mestan og bestan sé að bregðast þeim. Ég vona innilega að þið sem eigið börn í Fossvogsskóla eða leikskólanum Kvistaborg munið hvernig Samfylkingin og þeirra samstarfsflokkar hafa staðið að málum í Fossvogi þegar kosið verður eftir mánuð. Höfundur starfar við markaðsmál og flýgur drónum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mygla í Fossvogsskóla Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Björn Steinbekk Mygla Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Málefni Fossvogsskóla hafa verið í umræðunni og þrátt fyrir hávær mótmæli foreldra og aðfinnslur hefur harla lítið gerst. Í raun hefur svo mörgum tekist að gera svo lítið að um einhverskonar met í lélegri stjórnsýslu ætti að falla í skaut hins myglaða meirihluta og þeirra sem þau hafa sett í nefndir, ráð og forystu innan skóla og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Í raun er myglusaga Fossvogsskóla dæmi um hvernig eflaust gott fólk tekur lélegar ákvarðanir og stoltið virðist síðan þvælast fyrir þegar þarf að breyta um stefnu eða læra af mistökunum, sem eru mörg. Það sem málefni Fossvogsskóla og ástand skólans snýst hvað mest um í mínum huga er hvað kerfið og meirihlutinn er að verja sem er hversu illa hefur verið staðið að umhirðu og viðhaldi skólabygginga í Reykjavík og þar af leiðandi vinnuaðstöðu barna og kennara. Það eru fleiri myglaðir skólar í Reykjavík og það væri flókið ári fyrir kosningar að viðurkenna, að meðan Samfylkingin hefur ráðið lögum og lofum í borginni, hafa innviðir skólakerfisins á mörgum stöðum lekið, myglað, orðið ónýtir því ekki var sett fjármagn í viðhald. Það kostar um 4 milljarða hið minnsta að byggja einn skóla í Reykjavík og Samfylkingin og þau sem hafa stutt hana til valda síðustu ár og áratugi, með smá hléi, bera mikla ábyrgð á því að nú þarf eflaust að setja 15-20 milljarða í ónýta skóla á næstu árum. Það er enn eitt klúður kerfisins sem Dagur B. Eggertsson á heiðurinn af. En það eru fleiri angar myglunnar í Fossvogsskóla sem lítið hefur verið fjallað um og það er til dæmis hvers vegna umboðsmaður barna hefur ekki stigið fram þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar sem engin svör hafa borist við. Er ekki undarlegt að til sé embætti á Íslandi sem virðist rekið af embættismanni sem af öllu að dæma hefur ekki aðgang að Internetinu því annað eins hefur verið fjallað um blæðandi börn með hósta og höfuðverk síðustu árin. Síðan er það hið undarlega tvíeyki Helgi Grímsson og Skúli Helgason sem hafa í raun gert allt sem krísustjórnunarsérfræðingar ráðleggja fólki í vanda að gera ekki og það er svara ekki, vera með hroka og yfirlæti og gera lítið úr vandamálinu og þegar allt er komið í skrúfuna lofa betri vinnubrögðum og láta svo ekki nást í sig þegar ekkert breytist. Síðast þegar þeir ræddu beint við foreldra í Fossvogi var lofað samráði og upplýsingagjöf. Það endaði með einum zoom fundi með starfsmanni skóla og frístundasviðs og síðan ekki söguna meir. Það er allt samráðið sem þessir menn gátu komið á og framkvæmt. Er undarlegt að talað sé um myglaðan meirihluta? Bara til að toppa sig í vanhæfni þá kom í ljós að skoðanakönnun sem kastað var á foreldra um hvaða húsnæði þau vildu undir skólahald var þannig gerð að hver sem er með internet aðgang gat kosið og síðan var þess krafis að gefið yrði upp nafn barns þó könnuninni ætti að vera nafnlaus og ógreinanleg. Síðan er það skólastjórinn og hans hlutverk sem ætla mætti að sé að tryggja nemendum og kennurum sem bestu aðstöðu til starfs. Það er hins vegar svo að sú sem stýrir Fossvogsskóla virðist meira umhugað um að þjónkast yfirmönnum sínum en skjólstæðingum því fáu eða engu er svarað þegar spurt er um stöðuna og þau skilaboð sem berast í formi almennra tölvupósta bera þess merki að vera saminn af einhverjum sem virðist í afneitun á ástandið og vilja kennara, barna og foreldra. Já, það er forvitnilegt að sjá rétt fyrir kosningar að gæðingar Samfylkingarinnar lofa því að ef þau komast til valda í landsmálum verði allt betra en forðast alfarið að tala um klúður flokksfélaga sinna og systkina í borginni. Dagur, farðu nú að stíga upp eða stíga til hliðar. Samt má ekki gleyma ábyrgð foreldra og íbúa í Fossvogi. Að þurfa taka ákvörðun um að setja börn sín í aðstæður sem uppfylla ekki til lög um aðstöðu til náms er ömurlegt. Að senda börn sín í annan skóla sem er líka myglaður og þurfa þannig að velja milli minna eða meiri myglaðs skóla er eitthvað sem ráðherra menntamála verður að taka fastar á strax. Já, það er sárt að þurfa að skýra út fyrir barni að kerfið sem á að sjá þeirra hag sem mestan og bestan sé að bregðast þeim. Ég vona innilega að þið sem eigið börn í Fossvogsskóla eða leikskólanum Kvistaborg munið hvernig Samfylkingin og þeirra samstarfsflokkar hafa staðið að málum í Fossvogi þegar kosið verður eftir mánuð. Höfundur starfar við markaðsmál og flýgur drónum.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar