Hræðast að íslamska ríkið ráðist á flugvöllinn í Kabúl Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 09:52 Afganar safnast enn saman við flugvöllinn í Kabúl í von um að komast úr landinu. Getty/Sayed Khodaiberdi Sadat Bandaríkin hafa varað ríkisborgara sína við því að vera í nálægð við alþjóðaflugvöllinn í Kabúl. Þau hræðast nú að armur hryðjuverkasamtakanna, sem kenna sig við íslamskt ríki, í Afganistan beini spjótum sínum að flugvellinum. Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar. Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Mikil ringulreið hefur verið á og í kring um flugvöllinn undanfarna viku, frá því að Talibanar náðu völdum í höfuðborginni Kabúl og landinu öllu. Þúsundir hafa safnast saman í kring um flugvöllinn í von um að ná að smygla sér inn á hann og komast um borð í flugvél á leið úr landinu. Bandaríkin gáfu út öryggisviðvörun til ríkisborgara sinna í Kabúl í gær þar sem þeim var sagt að halda sig fjarri flugvellinum vegna mögulegrar öryggisógnar. Aðeins þeir sem bandarísk yfirvöld hefðu haft samband við sérstaklega, um að þau ættu pláss um borð í flugvél, ættu að nálgast flugvöllinn. Bandarísk yfirvöld leita nú annarra leiða til að koma ríkisborgurum sínum úr landinu. Engar frekari upplýsingar voru gefnar um meinta öryggisógn og íslamska ríkið hefur ekki sent frá sér yfirlýsingu um mögulega hryðjuverkaárás. Eins og áður segir hefur verið mikil ringulreið við flugvöllinn undanfarna daga og greindi breska varnarmálaráðuneytið frá því í morgun að sjö hafi látist í troðningi við flugvöllinn. Óljóst er hvort hinir látnu krömdust í troðningnum, köfnuðu eða fengu hjartaáfall en hermenn sáust leggja hvít klæði yfir líkin til að hylja þau. Aðrir hermenn stóðu ofan á farartálmum og flutningagámum þar sem þeir reyndu að koma ró á æstan lýðinn. Einnig heyrðust skothvellir að sögn AP-fréttaveitunnar.
Afganistan Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00 Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30 Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Grikkir reisa múr svo afganskir flóttamenn komist ekki inn í Evrópu Grikkir hafa lengt landamæramúr sinn við Tyrkland og komið upp öryggismyndavélum víða á honum til að reyna að koma í veg fyrir að flóttamenn frá Afganistan taki að streyma inn í landið. 22. ágúst 2021 00:00
Man enn eftir því þegar móðir hans var hýdd af Talibönum Afganskur maður, sem flúði til Íslands fyrir ári síðan, óttast að foreldrar hans og tvær systur séu í bráðri lífshættu en þau eru enn föst í Kabúl. Hann vinnur nú að því að fá þau aftur til Íslands. 21. ágúst 2021 20:30
Uppreisnarhersveitir sagðar hafa náð þremur héruðum í Norður-Afganistan Uppreisnarhersveitir, sem berjast nú gegn Talibönum, segjast hafa náð þremur héruðum í norðurhluta Afganistan á vald sitt. Héruðin eru nærri Panjshir dalnum þar sem stjórnarhermenn og aðrar hersveitir sem eftir eru í landinu hafa safnast saman. 21. ágúst 2021 16:43