Stoltur og „ligeglad“ Ísak Óli spenntur fyrir framhaldinu þrátt fyrir undarlegar fyrstu vikur hjá Esbjerg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. ágúst 2021 09:00 Ísak Óli Ólafsson í leik með Esbjerg. Esbjerg Ísak Óli Ólafsson, miðvörður danska knattspyrnuliðsins Esbjerg, hefur staðið í ströngu í ár. Hann hóf það í frystinum hjá SønderjyskE, fór á EM U-21 árs landsliða, lék sinn fyrsta A-landsleik, spilaði með uppeldisfélaginu Keflavík, fór til Esbjerg og nokkrum vikum síðar sagði þjálfarinn upp sem sótti hann til félagsins. Það hefur mikið gengi á hjá Íslendingaliði Esbjerg undanfarnar vikur. Á síðustu leiktíð var Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins á meðan Kjartan Henry Finnbogason og Andri Rúnar Bjarnason léku með félaginu. Ólafur var látinn taka poka sinn þar sem liðið komst ekki upp úr B-deildinni og Kjartan Henry ákvað að halda heim í vesturbæ Reykjavíkur. Þjóðverjinn Peter Hyballa tók við og ákvað, ásamt teymi sínu, að Ísak Óli væri rétti maðurinn til að spila í hjarta varnarinnar. Þjálfaranum lenti hins vegar upp á kant við leikmenn félagsins og Leikmannasmtök Danmerkur voru komin í málið þar sem sumum samherjum Ísaks Óla fannst brotið á réttindum sínum. Vísir ræddi við Ísak Óla um síðustu vikur sem og viðburðarríkt ár 2021. „Fyrstu vikurnar voru eðlilega mjög sérstakar fyrir mig. Var mjög spenntur að koma til Esbjerg enda einn stærsti klúbbur í Danmörku og spennandi verkefni í gangi,“ sagði Ísak Óli er hann ræddi við Vísi á föstudaginn var. „Hyballa fær mig í rauninni hingað, eða teymið hans þar að segja. Ég kem inn af krafti og byrja fyrstu leikina en svo meiðist ég og hef verið meiddur undanfarnar þrjár vikur. Verð vonandi orðinn klár eftir eina til tvær vikur.“ Of margir árekstrar „Það voru einfaldlega of margir árekstrar milli leikmanna og þjálfarateymisins. Atvinnumennskan er auðvitað harðari en það sem gengur og gerist á Íslandi þar sem kröfurnar hér eru mun meira. Það sem gerðist hér var árekstur milli hugmyndafræði eða tveggja mismuanndi skóla. Það voru mjög skiptar skoðanir um hvernig ætti að gera hlutina. Fyrir sumum er það andlegt ofbeldi að segja að einhver sé of þungur, fyrir öðrum er það bara hluti af atvinnumennsku.“ Ísak Óli kom beint úr tímabili með Keflavík hér heima og var því góðu formi þegar hann var fenginn til félagsins. Hann varð ekki fyrir barðinu á gagnrýni þjálfarateymisins en hann tók fram að það hefði tekið á að sjá liðsfélagana fá skammir í hattinn. Hart barist.Esbjerg „Ég var í góðu standi þegar ég kem svo ég lenti ekkert í Hyballa varðandi að vera ekki í standi eða vera of þungur. Persónulega séð var þetta ekkert hræðileg lífreynsla fyrir mig en það er mjög sérstakt að sjá liðsfélagana brotna niður á æfingu. Fyrir mér var þetta bara aðeins of mikið, aðeins of hratt.“ Athygli vakti þegar Rafael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands var allt í einu mættur í þjálfarateymi Esbjerg þegar það leit út fyrir að Hyballa væri á leið frá félaginu. „Rafael er alger kóngur. Hann er fenginn til að hjálpa mönnum eftir erfiðan tíma. Er mjög léttur og skemmtilegur og alltaf með á æfingum en er auðvitað mikill fótboltaheili og gæti orðið mjög flottur þjálfari. Hann er alls ekki einhver grínisti heldur meira bara hjálpa mönnum með reynslu sinni.“ @rafvdvaart. pic.twitter.com/87rYFx6Ctl— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 12, 2021 Gat ekki meiðst á verri tíma „Það er engin góð tímasetning til að meiðast sem atvinnumaður en að gera það og fimm dögum síðar er kominn nýr þjálfari, það er ömurlegt. Svona er þetta atvinnumannalíf víst, maður veit ekkert hvað gerist. Einn daginn er maður í geggjaðri stöðu en þann næsta er þjálfarinn eða framkvæmdastjórinn horfinn á braut, eða báðir eins og hjá okkur.“ „Ég talaði við Roland Vrabec (nýjan þjálfara liðsins) og staða mín virðist góð. Hann virkar á mig sem góður þjálfari með góð gildi í sínum þjálfunaraðferðum. Klúbburinn er þannig séð nýbúinn að kaupa mig svo það er eflaust pressa á að láta mig spila en maður veit samt ekkert hvað þjálfaranum finnst fyrr en hann sér mann út á velli.“ @Isakoli2000 gør fremskridt i genoptræningen pic.twitter.com/MjGRYlhMug— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 21, 2021 Er „ligeglad“ og vill spila fótbolta Ísak Óli hefur verið í Danmörku síðan haustið 2019. Þó það hafi ekki allt gengið upp til þessa segist miðvörðurinn vera nokkuð „ligeglad“ og ekki mikið að velta sér upp úr því sem hefur gengið á. Hann horfir bara fram veginn. „Þeir sem þekkja mig vita hvernig ég er. Ég vill bara spila fótbolta og hef vanalega alltaf verið til taks. Hef í raun aldrei verið meiddur þangað til kannski núna en að sama skapi er ég alltaf til í að fórna mér fyrir málstaðinn, sama hver er með mér í liði. „Búinn að upplifa Covid-atvinnumennsku.“ „Meira en helming af minni atvinnumennsku hefur kórónaveiran verið til staðar. Það er vissulega búið að vera erfitt en ég í raun þekki ekki neitt annað. Það voru þarna 3-4 mánuðir hjá SønderjyskE og svo kom Covid. Ég hef kannski spilað fjóra leiki þar sem það er fullur völlur.“ Stoltur og segir planið aldrei hafa verið að stoppa lengi í Keflavík „Árið fer vissulega í reynslubankann. Er mjög stoltur af árinu hjá mér og þá aðallega hvernig ég hef unnið úr því. Var erfitt í byrjun þar sem ég var settur út í kuldann hjá SønderjyskE eftir að ég tilkynnti þeim að ég vildi fara í janúar. Æfði bara eins og vitleysingur sjálfur á þeim tíma.“ „Kem mér í gang fyrir Evrópumótið með U-21 í vor en meiðist lítillega þar. Kem mér aftur í gang og spila frekar vel með Keflavík að mínu mati. Er svo valinn í A-landsliðið og spila mínar fyrstu mínútur gegn Mexíkó. Fæ þvílíka hvatningu við það sem sýndi mér enn frekar hversu mikið ég vil þetta. Það hefði verið gaman að klára tímabilið heima en planið var alltaf að taka nokkra leiki og fara svo aftur út. Þjálfarateymið vissi það alveg þegar ég kom í byrjun sumars.“ „Kem svo til Esbjerg, byrja vel en fæ annað högg þegar ég meiðist. Svona er lífið, svona er atvinnumennskan. Það eru hæðir og það eru lægðir, ég veit það alveg. Ég er bjartsýnn á að vera klár eftir 1-2 vikur og stefni á að komast á fullt sem fyrst eftir það.“ Ísak Óli í leik með U-21 landsliði Íslands á EM í vor.Peter Zador/Getty Images „Til að taka þetta saman er ég stoltur af sjálfum mér, þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef lagt hart að mér og uppsker vonandi eftir því á næstu mánuðum.“ Að lokum var Ísak Óli spurður út framtíðina með landsliðinu og hvort hann stefndi á að berjast um sæti þar þegar fram líða stundir. „Ég hef verið í sambandi við Arnar Þór (Viðarsson) og Eið Smára (Guðjohnsen). Við áttum gott samstarf í U-21 og þeir eru frábærir þjálfarar. Ég hef sett mér það markmið að vera þarna á næstunni. Það þarf að ná ákveðnum gæðastimpli til að festa sig í sessi, ég viðurkenni að ég er ekki alveg kominn þangað. Þeir hafa sagt mér hvað ég þarf að gera betur til að vera þar og það er markmiðið á næstu tveimur árum.“ Ísak Óli Ólafsson í baráttunni.Esbjerg Fótbolti Danski boltinn Íslenski boltinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. 19. ágúst 2021 17:00 Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. 11. ágúst 2021 15:01 Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Það hefur mikið gengi á hjá Íslendingaliði Esbjerg undanfarnar vikur. Á síðustu leiktíð var Ólafur Kristjánsson þjálfari liðsins á meðan Kjartan Henry Finnbogason og Andri Rúnar Bjarnason léku með félaginu. Ólafur var látinn taka poka sinn þar sem liðið komst ekki upp úr B-deildinni og Kjartan Henry ákvað að halda heim í vesturbæ Reykjavíkur. Þjóðverjinn Peter Hyballa tók við og ákvað, ásamt teymi sínu, að Ísak Óli væri rétti maðurinn til að spila í hjarta varnarinnar. Þjálfaranum lenti hins vegar upp á kant við leikmenn félagsins og Leikmannasmtök Danmerkur voru komin í málið þar sem sumum samherjum Ísaks Óla fannst brotið á réttindum sínum. Vísir ræddi við Ísak Óla um síðustu vikur sem og viðburðarríkt ár 2021. „Fyrstu vikurnar voru eðlilega mjög sérstakar fyrir mig. Var mjög spenntur að koma til Esbjerg enda einn stærsti klúbbur í Danmörku og spennandi verkefni í gangi,“ sagði Ísak Óli er hann ræddi við Vísi á föstudaginn var. „Hyballa fær mig í rauninni hingað, eða teymið hans þar að segja. Ég kem inn af krafti og byrja fyrstu leikina en svo meiðist ég og hef verið meiddur undanfarnar þrjár vikur. Verð vonandi orðinn klár eftir eina til tvær vikur.“ Of margir árekstrar „Það voru einfaldlega of margir árekstrar milli leikmanna og þjálfarateymisins. Atvinnumennskan er auðvitað harðari en það sem gengur og gerist á Íslandi þar sem kröfurnar hér eru mun meira. Það sem gerðist hér var árekstur milli hugmyndafræði eða tveggja mismuanndi skóla. Það voru mjög skiptar skoðanir um hvernig ætti að gera hlutina. Fyrir sumum er það andlegt ofbeldi að segja að einhver sé of þungur, fyrir öðrum er það bara hluti af atvinnumennsku.“ Ísak Óli kom beint úr tímabili með Keflavík hér heima og var því góðu formi þegar hann var fenginn til félagsins. Hann varð ekki fyrir barðinu á gagnrýni þjálfarateymisins en hann tók fram að það hefði tekið á að sjá liðsfélagana fá skammir í hattinn. Hart barist.Esbjerg „Ég var í góðu standi þegar ég kem svo ég lenti ekkert í Hyballa varðandi að vera ekki í standi eða vera of þungur. Persónulega séð var þetta ekkert hræðileg lífreynsla fyrir mig en það er mjög sérstakt að sjá liðsfélagana brotna niður á æfingu. Fyrir mér var þetta bara aðeins of mikið, aðeins of hratt.“ Athygli vakti þegar Rafael van der Vaart, fyrrum landsliðsmaður Hollands var allt í einu mættur í þjálfarateymi Esbjerg þegar það leit út fyrir að Hyballa væri á leið frá félaginu. „Rafael er alger kóngur. Hann er fenginn til að hjálpa mönnum eftir erfiðan tíma. Er mjög léttur og skemmtilegur og alltaf með á æfingum en er auðvitað mikill fótboltaheili og gæti orðið mjög flottur þjálfari. Hann er alls ekki einhver grínisti heldur meira bara hjálpa mönnum með reynslu sinni.“ @rafvdvaart. pic.twitter.com/87rYFx6Ctl— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 12, 2021 Gat ekki meiðst á verri tíma „Það er engin góð tímasetning til að meiðast sem atvinnumaður en að gera það og fimm dögum síðar er kominn nýr þjálfari, það er ömurlegt. Svona er þetta atvinnumannalíf víst, maður veit ekkert hvað gerist. Einn daginn er maður í geggjaðri stöðu en þann næsta er þjálfarinn eða framkvæmdastjórinn horfinn á braut, eða báðir eins og hjá okkur.“ „Ég talaði við Roland Vrabec (nýjan þjálfara liðsins) og staða mín virðist góð. Hann virkar á mig sem góður þjálfari með góð gildi í sínum þjálfunaraðferðum. Klúbburinn er þannig séð nýbúinn að kaupa mig svo það er eflaust pressa á að láta mig spila en maður veit samt ekkert hvað þjálfaranum finnst fyrr en hann sér mann út á velli.“ @Isakoli2000 gør fremskridt i genoptræningen pic.twitter.com/MjGRYlhMug— Esbjerg fB (@EsbjergfB) August 21, 2021 Er „ligeglad“ og vill spila fótbolta Ísak Óli hefur verið í Danmörku síðan haustið 2019. Þó það hafi ekki allt gengið upp til þessa segist miðvörðurinn vera nokkuð „ligeglad“ og ekki mikið að velta sér upp úr því sem hefur gengið á. Hann horfir bara fram veginn. „Þeir sem þekkja mig vita hvernig ég er. Ég vill bara spila fótbolta og hef vanalega alltaf verið til taks. Hef í raun aldrei verið meiddur þangað til kannski núna en að sama skapi er ég alltaf til í að fórna mér fyrir málstaðinn, sama hver er með mér í liði. „Búinn að upplifa Covid-atvinnumennsku.“ „Meira en helming af minni atvinnumennsku hefur kórónaveiran verið til staðar. Það er vissulega búið að vera erfitt en ég í raun þekki ekki neitt annað. Það voru þarna 3-4 mánuðir hjá SønderjyskE og svo kom Covid. Ég hef kannski spilað fjóra leiki þar sem það er fullur völlur.“ Stoltur og segir planið aldrei hafa verið að stoppa lengi í Keflavík „Árið fer vissulega í reynslubankann. Er mjög stoltur af árinu hjá mér og þá aðallega hvernig ég hef unnið úr því. Var erfitt í byrjun þar sem ég var settur út í kuldann hjá SønderjyskE eftir að ég tilkynnti þeim að ég vildi fara í janúar. Æfði bara eins og vitleysingur sjálfur á þeim tíma.“ „Kem mér í gang fyrir Evrópumótið með U-21 í vor en meiðist lítillega þar. Kem mér aftur í gang og spila frekar vel með Keflavík að mínu mati. Er svo valinn í A-landsliðið og spila mínar fyrstu mínútur gegn Mexíkó. Fæ þvílíka hvatningu við það sem sýndi mér enn frekar hversu mikið ég vil þetta. Það hefði verið gaman að klára tímabilið heima en planið var alltaf að taka nokkra leiki og fara svo aftur út. Þjálfarateymið vissi það alveg þegar ég kom í byrjun sumars.“ „Kem svo til Esbjerg, byrja vel en fæ annað högg þegar ég meiðist. Svona er lífið, svona er atvinnumennskan. Það eru hæðir og það eru lægðir, ég veit það alveg. Ég er bjartsýnn á að vera klár eftir 1-2 vikur og stefni á að komast á fullt sem fyrst eftir það.“ Ísak Óli í leik með U-21 landsliði Íslands á EM í vor.Peter Zador/Getty Images „Til að taka þetta saman er ég stoltur af sjálfum mér, þetta er búið að vera erfitt ár en ég hef lagt hart að mér og uppsker vonandi eftir því á næstu mánuðum.“ Að lokum var Ísak Óli spurður út framtíðina með landsliðinu og hvort hann stefndi á að berjast um sæti þar þegar fram líða stundir. „Ég hef verið í sambandi við Arnar Þór (Viðarsson) og Eið Smára (Guðjohnsen). Við áttum gott samstarf í U-21 og þeir eru frábærir þjálfarar. Ég hef sett mér það markmið að vera þarna á næstunni. Það þarf að ná ákveðnum gæðastimpli til að festa sig í sessi, ég viðurkenni að ég er ekki alveg kominn þangað. Þeir hafa sagt mér hvað ég þarf að gera betur til að vera þar og það er markmiðið á næstu tveimur árum.“ Ísak Óli Ólafsson í baráttunni.Esbjerg
Fótbolti Danski boltinn Íslenski boltinn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. 19. ágúst 2021 17:00 Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. 11. ágúst 2021 15:01 Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01 Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01 Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Fleiri fréttir Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlínunni sem getur valið úr tilboðum Sjá meira
Segir tíma sinn hjá Esbjerg lyginni líkastan og að þjálfarateymið hafi ekki gert neitt rangt Fyrrum styrktarþjálfari Íslendingaliðs Esbjerg segir tíma sinn hjá félaginu vera lyginni líkastan. Hann telur leikmenn hafa snúist gegn Peter Hyballa, þáverandi þjálfara, vegna eigin hagsmuna og ekkert til í ásökunum þeirra. 19. ágúst 2021 17:00
Harðstjórinn hættur eftir aðeins sjö vikur hjá Íslendingaliði Esbjerg Hinn þýski Peter Hyballa hefur látið af störfum sem þjálfari danska knattspyrnuliðsins Esbjerg. Hann tók við eftir að Ólafur Kristjánsson var látinn fara en entist aðeins sjö vikur. 11. ágúst 2021 15:01
Esbjerg kært til vinnumálaeftirlitsins Íslendingaliðið Esbjerg hefur verið kært til vinnumálaeftirlits Danmerkur af leikmannasamtökum þar í landi. 16. júlí 2021 18:01
Dramatíkin heldur áfram hjá Íslendingafélagi Það er dramatík hjá danska B-deildarfélaginu Esbjerg um þessar mundir og eftir fréttir gærdagsins varð sú dramatík ekki minni. 10. júlí 2021 07:01
Mikið ósætti með arftaka Ólafs Kristjánssonar hjá Esbjerg Samkvæmt dönskum fjölmiðlum er mikið ósætti með Peter Hyballa, nýráðinn þjálfara Esbjerg sem leikur í dönsku B-deildinni í knattspyrnu. Aðferðir hans þykja fremur harkalegar og leikmenn liðsins eru vægast sagt ósáttir. 8. júlí 2021 16:01
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn