Sjáðu sigurmark Karenar Maríu, martröð Guðnýjar og hvernig Þróttur komst í þriðja sæti Sindri Sverrisson skrifar 18. ágúst 2021 15:50 Þróttarar hafa átt góðu gengi að fagna í sumar í deild og bikar. vísir/hulda margrét Sex mörk voru skoruð í gærkvöld í þremur leikjum í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta. Keflavík vann ÍBV 2-1 í Eyjum, Þór/KA vann Norðurlandsslaginn við Tindastól 1-0 og Þróttur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni. Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok. Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Mörk og önnur helstu atvik úr leikjunum, ásamt viðtölum, má nú sjá í klipppunni hér að neðan í samantekt íþróttafréttamannsins Jóhanns Fjalars: Klippa: Mörk úr þremur leikjum í 14. umferð Pepsi Max-deildar kvenna Í Eyjum kom Keflavík sér upp úr fallsæti en hörð barátta er á milli Keflavíkur, Fylkis og Tindastóls um að forðast fall og aðeins eitt stig skilur að Keflavík í 8. sæti og Tindastól á botninum. Birgitta Hallgrímsdóttir kom Keflavík yfir og Aníta Lind Daníelsdóttir bætti við öðru beint úr hornspyrnu. Markið er reyndar skráð sem sjálfsmark Guðnýjar Geirsdóttur, markvarðar ÍBV, sem sló boltann inn. Guðný fékk svo að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir brot á Birgittu, þegar rúmar tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þóra Björg Stefánsdóttir náði þó að minnka muninn fyrir tíu Eyjakonur en eftir tapið eru þær með 16 stig, fjórum stigum frá fallsæti. Þróttur gæti náð verðlaunasæti í tveimur keppnum Þór/KA vann mikilvægan sigur gegn Tindastóli, 1-0, og náði því öllum sex stigunum út úr innbyrðis leikjum Norðurlandsliðanna í sumar. Karen María Sigurgeirsdóttir skoraði sigurmarkið með góðu skoti utan teigs á 19. mínútu. Shaina Ashouri fékk tækifæri til að bæta við marki fyrir Þór/KA í lokin en skaut í slá úr vítaspyrnu. Þróttarar eiga möguleika á verðlaunasæti á tveimur vígstöðvum. Liðið mætir Breiðabliki í bikarúrslitaleik 1. október og kom sér upp í 3. sæti deildarinnar með sigri á Stjörnunni í gærkvöld, 2-0. Tveimur stigum munar þar með á Þrótti og Stjörnunni. Þróttur komst yfir með sjálfsmarki Heiðu Ragneyjar Viðarsdóttur og Dani Rhodes innsiglaði sigurinn tíu mínútum fyrir leikslok.
Pepsi Max-deild kvenna Þróttur Reykjavík Þór Akureyri KA ÍBV Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16 Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þróttur R. - Stjarnan 2-0 | Þróttarar upp í þriðja sæti eftir sigur Þróttur er komið í 3.sæti Pepsi Max deildar kvenna eftir 2-0 sigur á Stjörnunni í kvöld. 17. ágúst 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Tindastóll 1-0 | Mikilvægur fyrsti heimasigur Þórs/KA Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Tindastóll á SaltPay vellinum á Akureyri í kvöld en um var að ræða leik í 14. umferð Pepsí Max deildar kvenna. Tindastóll var fyrir leikinn í næst neðsta sæti deildarinnar með 11 stig en Þór/KA tveimur sætum ofar eða í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig. Þetta var því sannkallaður sex stiga leikur eins og oft er sagt. 17. ágúst 2021 21:16
Umfjöllun: ÍBV - Keflavík 1-2 | Keflavíkurkonur upp úr botnsætinu Eyjakonur tóku á móti botnliði Keflavíkur á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í 14. umferð Pepsi Max deildarinnar í kvöld. ÍBV vann fyrri leik liðanna í Keflavík 2-1 þar sem að sigurmarkið kom á 89. mínútu leiksins en þar var á ferðinni Antoinette Williams sem að byrjaði á bekknum í kvöld. 17. ágúst 2021 20:42