Ekkert fær stöðvað frábæra Framara sem stefna hraðbyr á sæti í efstu deild að ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 13:30 Ólafur Íshólm hefur verið frábær í marki Fram í sumar. Hann á enn eftir að fá á sig mark á útivelli. Vísir/HAG Eftir súran endi á sumrinu 2020 er Fram svo gott sem komið upp úr Lengjudeild karla í knattspyrnu þó enn séu sex umferðir eftir af deildinni. Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn