Kasólétt Ásdís reif upp hundrað kílóin fimm sinnum í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. ágúst 2021 08:01 Ásdís Hjálmsdóttir Annerud hélt áfram að lyfta þungu alla meðgönguna. Instagram/@asdishjalms Ásdís Hjálmsdóttir Annerud á að von á sín fyrsta barni þessa dagana en það kemur ekki í veg fyrir að hún taki alvöru æfingar í lyftingasalnum. Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma. Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Ásdís, sem er besti spjótkastari Íslands frá upphafi og ein allra öflugasta íþróttakona Íslands í sögunni, lagði skóna á hilluna fyrir ári síðan. Hún ætlaði að hætta eftir Ólympíuleikana í Tókýó en þeim var síðan frestað um eitt ár. Ásdís ákvað að segja þetta gott og næst á dagskrá var að eignast barn. Hún hefur nú gengið með barnið í níu mánuði og hefur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með sér æfa CrossFit af krafti á meðgöngunni. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) Ásdís hefur farið á þrjá Ólympíuleika, 2008, 2012 og 2016 og komst í úrslit á leikunum í London 2012 með Íslandsmetskasti í undankeppninni upp á 62,77 metra. Hún bætti Íslandsmetið margoft en skildi við það í 63,43 metrum. Ásdís er eina íslenska konan sem hefur kastað 600 gramma spjótinu yfir sextíu metra og hún nú á 84 bestu köst sögunnar á Íslandi. Einhverjir héldu nú að Ásdís myndi slaka á við æfingarnar þegar hún nálgaðist fæðinguna en Ásdís er enn að rífa upp miklar þyngdir. Í nýjasta myndbandinu hennar, sem má sjá hér fyrir ofan, sýnir Ásdís sig lyfta hundrað kílóum í hnébeygju fimm sinnum í röð komin fjörutíu vikur á leið. View this post on Instagram A post shared by Athlete Mindset Mentor (@asdishjalms) „Þetta er eitthvað sem mig langaði alltaf að gera og þetta reyndist vera miklu léttara en ég bjóst við,“ skrifaði Ásdís Hjálmsdóttir Annerud undir myndbandið. „Nú er ég tilbúin að koma hinum út,“ bætti Ásdís en hún lét vita af því í myndbandinu að þessa æfingu gerði hún komin þremur dögum fram yfir settan tíma.
Frjálsar íþróttir Kraftlyftingar Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira