Sjáðu mörkin er bikarmeistarar Víkings tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. ágúst 2021 11:01 Víkingar fagna marki Erlings Agnarssonar. Vísir/Hulda Margrét Bikarmeistarar Víkings unnu öruggan 3-1 sigur á KR í stórleik 16-liða úrslita Mjólkurbikars karla í knattspyrnu. Sigur Víkinga var einkar öruggur en liðið komst í 3-0 og mark KR kom undir lok leiks þegar úrslitin voru ráðin. Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Mikil spenna var fyrir leik en liðin gerðu jafntefli er þau mættust í Pepsi Max deildinni fyrir ekki svo löngu síðan. Þá hafði Víkingur ekki unnið KR síðan Arnar Gunnlaugsson tók við liðinu. Það var því mikil spenna er liðin gengu út á fagurgrænan gervigrasvöll Víkinga. Eftir rúman hálftíma leik tóku Víkingar öll völd á vellinum. Viktor Örlygur Andrason batt endahnútinn á snyrtilega sókn heimamanna. Atli Barkarson átti þá fyrirgjöf sem fór í gegnum þvögu af leikmönnum áður en hún kom fyrir fætur Viktors Örlygs sem smellti honum með vinstri í netið. Nikolaj Hansen bætti við öðru marki Víkinga þegar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Erlingur Agnarsson stakk sér inn fyrir vörn KR og lagði boltann út á Hansen sem smellti knettinum í netið. Þegar rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Erlingur út um leikinn eftir misheppnað uppspil KR-inga. Erlingur fékk boltann í þröngu færi vinstra megin í teignum en renndi honum milli fóta Beitis Ólafssonar í marki KR og kom Víking 3-0 yfir. Er venjulegur leiktími var að renna sitt skeið minnkaði Kristján Flóki Finnbogason muninn með skoti af stuttu færi eftir sendingu Atla Sigurjónssonar. Mörkin fjögur má öll sjá í spilaranum hér að neðan. Klippa: Víkingur 3-1 KR Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík KR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12 Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35 Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45 Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Víkingur - KR 3-1 | Víkingar í átta liða úrslit eftir öruggan sigur í stórleiknum Ríkjandi bikarmeistarar Víkings eru komnir í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir 3-1 sigur gegn KR í stórleik umferðarinnar. 12. ágúst 2021 22:12
Sigurvin: Góður kafli Víkinga setti okkur ofan í holu KR datt út í 16-liða úrslitum Mjólkurbikarsins þegar þeir töpuðu 3-1 gegn Víkingum í kvöld.Sigurvin Ólafsson aðstoðarþjálfari KR var svekktur með niðurstöðuna í leiks lok. 12. ágúst 2021 21:35
Átta liða úrslitin í Mjólkurbikarnum klár | Neðrideildarliðin fá heimaleiki Nú rétt í þessu var dregið í átta liða úrslit Mjólurbikars karla í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Spútniklið ÍR fær Skagamenn í heimsókn og ríkjandi bikarmeistarar Víkings fara í Árbæinn. 12. ágúst 2021 22:45
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn