„Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. ágúst 2021 18:50 Fjöldi fólks hefur þurft að flýja heimili sín vegna eldanna. AP Photo/Petros Karadjias Íslendingur í Grikklandi segir þungt hljóð í heimamönnum vegna gróðureldanna sem hafa geisað í landinu að undanförnu. Þúsundir hafa flúið heimili sín vegna eldanna, sem stafa af mestu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið í þrjátíu ár. Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“ Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Haraldur Ólafsson prófessor í veðurfræði er staddur í Athenu, höfuðborg Grikklands, þar sem hann stundar nú rannsóknir. Hitastig í borginni hefur náð allt að fjörutíu og fimm gráðum að undanförnu, sem hann segir afar íþyngjandi fyrir íbúa. „Það var nú líklega það versta að fá reykinn yfir borgina. Þetta var dálítið eins og nýarsnótt í Reykjavík, nema það að maður veit að það gengur yfir á mjög stuttum tíma og þessi svækja sem fylgdi hitanum var mjög óþægileg,“ segir Haraldur. Þegar fréttastofa náði tali af Haraldi í dag, var hitinn í kringum þrjátíu og fimm gráður. „Núna er semsagt töluvert svalara heldur en var fyrir nokkrum dögum síðan og fólk upplifir þetta svona sem hálfgert kuldakast og allir eru glaðir úti um allar jarðir.“ Þó innfæddir gleðjist yfir lækkandi hita er hljóðið í þeim enn þungt. Forsætisráðherra landsins hefur til að mynda lýst sumrinu sem martraðakenndu og slökkviliðsmenn frá ýmsum löndum hafa verið sendir til Grikklands til þess að berjast við fimmtíu til hundrað elda á degi hverjum. Landhelgisgæsla Grikklands hefur þá flutt fjölda fólks sem flúð hefur eldana og niður á strönd, í öruggt skjól. „Það eru mörg hús sem hafa farið hér og það eru mörg, mörg þúsund manns sem hafa orðið að flýja heimili sín. Bæði á Eviu, sem er fyrir norðan Aþenu og líka bara hér í þeim byggðum sem eru fyrir norðan borgina.“
Grikkland Loftslagsmál Gróðureldar í Grikklandi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45 „Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27 Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44 Mest lesið Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Tveir handteknir fyrir að kveikja vísvitandi elda á Grikklandi Sumrinu á Grikklandi hefur verið líkt og martröð af forsætisráðherra landsins. Gróðureldar hafa leikið landið grátt í einhverri verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir Grikkland á síðustu áratugum. 8. ágúst 2021 12:45
„Hvert eigum við að fara?“ Þúsundum íbúa og ferðamanna í grennd við Aþenu, höfuðborg Grikklands, hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín og dvalarstaði vegna mikilla gróðureldra sem þar geisa. 7. ágúst 2021 20:27
Náðu naumlega að bjarga fornum Ólympíuleikvangi frá gróðureldum Miklir gróðureldar hafa brunnið í Tyrklandi og Grikklandi undanfarna daga og hafa þúsundir þurft að yfirgefa heimili sín. Minnst átta hafa farist í eldunum í Tyrklandi síðan eldarnir hófust í síðustu viku og þúsundir hektara hafa orðið eldunum að bráð. 5. ágúst 2021 10:44