Skima, skima, skima! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Daði Már Kristófersson skrifa 6. ágúst 2021 15:00 Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Alþingiskosningar 2021 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Daði Már Kristófersson Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýjasta bylgja COVID er gríðarleg vonbrigði og kom fólki í opna skjöldu. Bylgjan skall á af áður óþekktum þunga aðeins fjórum vikum eftir að ríkisstjórnin fagnaði sigri og óskaði landsmönnum gleðilegs sumars og frelsis. Góður árangur Íslands í bólusetningum átti að marka tímamót í baráttunni við faraldurinn. Nú er ljóst að við munum þurfa að lifa með veirunni í lengri tíma. Hingað til hafa íslensk stjórnvöld stokkið milli markmiða um útrýmingu veirunnar, byggða á fyrirmælum sóttvarnalæknis, og opnun samfélagsins. Nú þarf umræðu um hvort við eigum að halda þeirri stefnu áfram eða hvort við getum horft til lengri tíma í viðureigninni. Að lifa með veirunni Við teljum að það þurfi aðra nálgun og hugsun sem tekur mið af því að glíman við heimsfaraldur er langtímaverkefni. Nálgun sem tekur tillit til óvissunnar um hegðun veirunnar. Nálgun sem byggð er á vísindum og langtímamarkmiðum um að lágmarka skaða, fremur en skammtímasjónarmiðum og kosningamiðuðum átaksverkefnum. Nálgun sem byggir á virðingu fyrir frelsi og meðalhófi. Við munum þurfa að lifa með veirunni hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í því ljósi teljum við farsælla að ná faraldrinum niður og halda honum niðri til lengri tíma í stað þess að skipast á tímabilum öfga með annað hvort engum takmörkunum eða miklum. Veiran fari þannig ekki með allt dagskrárvald í samfélaginu. Kostir þessarar nálgunar eru að hún vegur saman hagsmuni ólíkra hópa, skapar langþráðan fyrirsjáanleika og eykur getu og vilja fólks og fyrirtækja til að horfa til framtíðar. Barátta okkar við faraldurinn hefur verið dýr. Það sem Ísland þarf er að skapa skilyrði til langtímauppbyggingar. Mánaðar opnun íslensks samfélags í heimi þar sem smit er útbreitt reyndist skammgóður vermir. Almannahagsmunirnir í þessu máli eru augljóslega heilbrigði, jafnframt önnur velferð þjóðarinnar, atvinna fólks, skólaganga barna og ungmenna, önnur mannréttindi og staða ríkissjóðs með yfir þúsund milljarða ríkisskuldir vegna heimsfaraldurs. Hvers vegna og hvernig? Við þurfum skýra forystu um næstu skref, samtal, samráð og heildræna sýn um grænt Ísland. Á þessum tímapunkti leggur Viðreisn áherslu á eftirfarandi: Baráttan sé áfram byggð á bestu þekkingu og ráðleggingum sérfræðinga en markmiðið sé að lágmarka áhrifin á íslenskt samfélag og tryggja stöðugleika og fyrirsjáanleika. Skima, skima og skima á landamærum, kröfur um bólsusetningarvottorð og aukið aðgengi að hraðprófum í samfélaginu líkt og tíðkast víða í Evrópu. Meðalhófs sé gætt við ákvarðanir um takmarkanir innanlands. Einstaklingsbundnar sóttvarnir skipta öllu máli. Frelsi með ábyrgð. Styrkja heilbrigðiskerfið og styðja betur við LSH þannig að landsmenn geti treyst því að þeir geti lifað með veirunni. Skólakerfið, starfsumhverfi kennara og nemenda sé tryggt og sett í forgang. Við útfærslu á svona nálgun þarf að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða. Hagsmuna einstaklinga um frelsi. Hagsmuna um líðan og velferð. Hagsmuna atvinnugreina um fyrirsjáanleika og langtímauppbyggingu. Hagsmuna samfélagsins um virka heilbrigðisþjónustu og opið skólakerfi. Hagsmuni samfélagsins að halda menningar- og íþróttalífi gangandi. Markmiðið um að halda íslensku samfélagi frjálsu og grænu snýst um að vega þessa hagsmuni saman þannig að neikvæðar afleiðingar veirunnar á samfélagið okkar séu eins litlar og nokkur kostur er. Aðeins þannig getum við lifað með veirunni. Þetta er okkar sýn. Þorgerður er formaður Viðreisnar og Daði er varaformaður Viðreisnar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun