Íslenska á að sameina ekki sundra Alexandra Ýr van Erven skrifar 6. ágúst 2021 11:01 Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska á tækniöld Innflytjendamál Alexandra Ýr van Erven Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Á síðustu árum hefur íslenskt samfélag breyst úr því að vera tiltölulega einsleitt samfélag yfir í það fjölmenningarsamfélag sem það er nú. Þessi breyting gerðist seint hér á Íslandi og mun síðar en á hinum Norðurlöndunum. Sem dæmi má nefna að þegar pabbi minn flutti hingað frá Hollandi fyrir um 30 árum síðan var innan við 2% þjóðarinnar af erlendum uppruna. Árið 2020 var hlutfallið komið upp í 15,2% prósent þjóðarinnar. Um leið og flóra samfélagsins breytist þurfa kerfin okkar að breytast með og menntakerfið er þar ekki undanskilið. Ný viðfangsefni breytts samfélags hafa sprottið upp og við þurfum að takast á við þau. Íslenskukennsla barna með annað móðurmál en íslensku er gríðarlega mikilvæg vegna þess að tungumálið okkar er lykillinn að samfélaginu. Við þurfum menntakerfi þar sem nýjum áskorunum er svarað og þar sem dyr eru opnaðar einstaklingum óháð uppruna. Staðreyndin er sú að á sama tíma og hlutfall innflytjenda af þjóðinni hefur aldrei verið hærra hefur okkur tekist verr til en nágrannalöndum okkar í að kenna börnunum tungumálið. Þannig segir í stefnudrögum menntamálaráðuneytisins um menntun barna og ungmenna með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn að það sé alvarleg staða að árið 2018 skuli einungis annar hver íslenskur nemandi af erlendum uppruna ná 2. hæfnisþrepi lesskilnings í PISA könnunum, sem er undir meðaltali OECD ríkjanna. Þetta skiptir máli því íslenskt mál er ekki einkamál málfræðibóka og stafsetningaprófa. Tungumálið er eftir allt saman tól til samskipta, tæki til að skiptast á hugmyndum, skoðunum og upplýsingum. Íslenskan opnar dyr fyrir viðkomandi inn í samfélagið. Þannig eru góð tök á íslenska tungumálinu til að mynda forsenda fyrir sérhæfðri menntun og flestar námsleiðir við Háskóla Íslands eru eingöngu kenndar á íslensku. Þá blasir við sú spurning hvort við ætlum að fjölga tungumálum innan háskólans eða að efla íslenskukennslu nýbúa. Ef hvorugt er valið mun háskólanám ekki vera í boði fyrir stóran hluta þjóðarinnar.Það er óásættanlegt og mikilvægt að við búum svo um hnútana að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Að hún verði tól sem hnýti allt samfélagið saman en hólfi einstaklinga ekki niður á ósanngjörnum forsendum. Íslenskukennsla er einn sá allra, ef ekki langmikilvægasti þátturinn, í því að skapa hér opið samfélag. Þess vegna á hún að vera ofarlega á blaði hjá stjórnvöldum. Það þarf meira fjármagn í rannsóknir, það þarf að gefa kennurum meira rými til þess að þróa kennsluaðferðir sínar og við megum alls ekki óttast að mæta viðfangsefninu með skapandi hætti. Á Ísafirði undanfarin ár hefur verið unnið einstakt starf á sumarnámskeiði Tungumálatöfra þar sem börnum af fjölbreyttum uppruna hefur verið kennd íslenska á margvíslegan hátt með listsköpun og leik að vopni. Undirrituð er ekki íslenskukennari en er hins vegar mikil áhugakona um fegurð fjölmenningarsamfélagsins. Á mánudaginn næstkomandi munu Tungumálatöfrar í samstarfi við prófessorsembætti Jóns Sigurðssonar standa að málþingi um íslenskukennslu í fjölmenningarsamfélagi. Þar munu sérfræðingar úr ólíkum áttum ræða gildi íslenskukennslu og þróun hennar. Ég ber þá von í brjósti mér að okkur muni takast á þessu málþingi að opna umræðuna enn frekar fyrir almenningi og varpa ljósi á það hve nauðsynleg íslenskukennsla fyrir börn innflytjenda er á Íslandi. Varpa ljósi á það hvernig við getum tryggt að íslenskan sameini okkur en sundri ekki. Höfundur er málþingsstýra Tungumálatöfra.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun