Segir að heimsmet Warholms jafnist á við met Bolts og FloJo Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2021 09:00 Karsten Warholm setti ótrúlegt heimsmet í úrslitum 400 metra grindahlaups á Ólympíuleikunum í Tókýó. getty/Mustafa Yalcin Heimsmet Karstens Warholm í 400 metra grindahlaupi jafnast á við merkustu met frjálsíþróttasögunnar. Þetta segir Colin Jackson, tvöfaldur heimsmeistari í 110 metra grindahlaupi. Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira
Warholm rústaði eigin heimsmeti þegar hann kom í mark á 45,94 sekúndum í úrslitum í 400 metra grindahlaupi á Ólympíuleikunum í Tókýó í nótt. Gamla metið hans frá því í byrjun júlí var 46,70 sekúndur og hann bætti því heimsmetið um 76 hundraðshluta. Warholm er sá fyrsti sem hleypur 400 metra grindahlaup á undir 46 sekúndum. Jackson segir að heimsmet Warholms sé eitt það merkasta sem sett hefur verið í frjálsíþróttasögunni. „Þegar þú ræðir um heimsmet er þetta í flokki með tíma Usains Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, og meti FloJo [Florence Griffith-Joyner] í 100 metra hlaupi, 10,49 sekúndur,“ sagði Jackson við BBC. „Þetta er eitt af þessum ótrúlegu heimsmetum og ég á von á því að það standi svo lengi sem ég lifi. Maður stendur á öndinni. Vá, ég er enn að jafna mig,“ bætti Jackson við. Warholm trúði varla hvað hann hafði gert eftir hlaupið í nótt. „Stundum voru þjálfararnir mínir að segja að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi. Það var samt erfitt að ímynda sér það því þetta er svo stór þröskuldur og þetta er eitthvað sem maður hefur ekki leyft sér að dreyma um,“ sagði Norðmaðurinn. „Ég vissi samt að þetta væri möguleiki með fullkomnu hlaupi á Ólympíuleikunum. Ég trúi þessu samt ekki ennþá. Þetta er stærsta stund lífsins.“ Rai Benjamin frá Bandaríkjunum varð annar í 400 metra grindahlaupinu í nótt og Brasilíumaðurinn Alison dos Santos þriðji. Hægt er að horfa á hlaupið á vef RÚV í gegnum hlekkinn hér fyrir neðan.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Leik lokið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Sjá meira