Segir vindmyllur eiga eftir að tæta sundur samfélagið Kristján Már Unnarsson skrifar 22. júlí 2021 22:22 Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri. Einar Árnason Byggðaráð Norðurþings hefur frestað breytingu aðalskipulags sem hefði greitt götu vindorkuvers á Melrakkasléttu eftir að mótmæli bárust frá íbúum við Öxarfjörð. Andstæðingar segja vindmylluskóg spilla víðerni Sléttunnar. Fyrir byggðaráði liggur tillaga um að 33 ferkílómetra landbúnaðarsvæði á Hólaheiði á Melrakkasléttu verði skilgreint sem iðnaðarsvæði svo unnt verði að leggja það undir vindorkuver. Svæðið var sýnt í fréttum Stöðvar 2 en það er sunnan Hófaskarðsleiðar, vegarins sem liggur þvert yfir Sléttuna, milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Svæðið sem rætt er um að verði tekið undir vindorkugarð er sunnan Hófaskarðsleiðar.Grafík/Ragnar Visage „Hér ætla stórhuga Fransmenn að byggja fjörutíu vindmyllur eða svo,“ segir Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, og lýsir þessu sem hervirki. „Um það bil þriðjungurinn á leiðinni milli Raufarhafnarafleggjara og Núpasveitar verður undir vindmylluskógi, tvöhundruð metra háum,“ segir skólastjórinn fyrrverandi. Hann segir að þessu fylgi spennivirki og háspennulínur um alla sveitina til Þeistareykja. Þær muni blasa við ferðamönnum á Demantshringnum þegar þeir horfi af brekkunni fögru á Tjörnesi yfir Kelduhverfi og Öxarfjörð. „Það fyrsta sem blasir við þeim er stálmastraskógur.“ Kaupmennirnir í Skerjakollu á Kópaskeri, þau Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir.Einar Árnason Pétur er ekki einn. Fjórtán athugasemdir bárust frá aðilum á Kópaskeri og nærsveitum og allar neikvæðar. Kaupmannshjónin á Kópaskeri, þau Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson, efast um að vindorkuver gagnist samfélaginu. „Við sjáum ekki alveg hvað það gefur samfélaginu annað en að fæla burtu túristana. Því þeir koma hérna til að sjá víðernið og víðáttuna. Þeir sjá hana ekki lengur ef það eru komnar vindmyllur þarna uppfrá,“ segir Inga. „Svo er ég nú áhugamaður um fugla. Ég hef töluverðar áhyggjur bæði af farflugi og flugi gæsa á þessu svæði og annarra fugla,“ segir Guðmundur. Horft yfir kirkjustaðinn Snartarstaði við Kópasker í átt til Hólaheiðar þar sem rætt er um að reisa fjörutíu vindmyllur.Einar Árnason „Víðáttan, víðsýnið, fámennið, náttúran. Þetta er sú auðlind sem er okkur dýrmætust, til lengri tíma litið, því þetta er að verða ákaflega sjaldgæft,“ segir Pétur. Byggðaráð hefur núna frestað skipulagsbreytingunni og ákveðið að efna til viðhorfskönnunar meðal íbúa. „Það eru örugglega einhverjir sem eru hlynntir þessu. Ég efast ekkert um það. En það eru líka margir sem eru á móti þessu. Og auðvitað eru miklir hagsmunir í málinu. Þetta á eftir að tæta sundur samfélagið,“ segir Pétur Þorsteinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Norðurþing Orkumál Umhverfismál Skipulag Ferðamennska á Íslandi Vindorka Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Fyrir byggðaráði liggur tillaga um að 33 ferkílómetra landbúnaðarsvæði á Hólaheiði á Melrakkasléttu verði skilgreint sem iðnaðarsvæði svo unnt verði að leggja það undir vindorkuver. Svæðið var sýnt í fréttum Stöðvar 2 en það er sunnan Hófaskarðsleiðar, vegarins sem liggur þvert yfir Sléttuna, milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar. Svæðið sem rætt er um að verði tekið undir vindorkugarð er sunnan Hófaskarðsleiðar.Grafík/Ragnar Visage „Hér ætla stórhuga Fransmenn að byggja fjörutíu vindmyllur eða svo,“ segir Pétur Þorsteinsson, fyrrverandi skólastjóri á Kópaskeri, og lýsir þessu sem hervirki. „Um það bil þriðjungurinn á leiðinni milli Raufarhafnarafleggjara og Núpasveitar verður undir vindmylluskógi, tvöhundruð metra háum,“ segir skólastjórinn fyrrverandi. Hann segir að þessu fylgi spennivirki og háspennulínur um alla sveitina til Þeistareykja. Þær muni blasa við ferðamönnum á Demantshringnum þegar þeir horfi af brekkunni fögru á Tjörnesi yfir Kelduhverfi og Öxarfjörð. „Það fyrsta sem blasir við þeim er stálmastraskógur.“ Kaupmennirnir í Skerjakollu á Kópaskeri, þau Guðmundur Baldursson og Inga Sigurðardóttir.Einar Árnason Pétur er ekki einn. Fjórtán athugasemdir bárust frá aðilum á Kópaskeri og nærsveitum og allar neikvæðar. Kaupmannshjónin á Kópaskeri, þau Inga Sigurðardóttir og Guðmundur Baldursson, efast um að vindorkuver gagnist samfélaginu. „Við sjáum ekki alveg hvað það gefur samfélaginu annað en að fæla burtu túristana. Því þeir koma hérna til að sjá víðernið og víðáttuna. Þeir sjá hana ekki lengur ef það eru komnar vindmyllur þarna uppfrá,“ segir Inga. „Svo er ég nú áhugamaður um fugla. Ég hef töluverðar áhyggjur bæði af farflugi og flugi gæsa á þessu svæði og annarra fugla,“ segir Guðmundur. Horft yfir kirkjustaðinn Snartarstaði við Kópasker í átt til Hólaheiðar þar sem rætt er um að reisa fjörutíu vindmyllur.Einar Árnason „Víðáttan, víðsýnið, fámennið, náttúran. Þetta er sú auðlind sem er okkur dýrmætust, til lengri tíma litið, því þetta er að verða ákaflega sjaldgæft,“ segir Pétur. Byggðaráð hefur núna frestað skipulagsbreytingunni og ákveðið að efna til viðhorfskönnunar meðal íbúa. „Það eru örugglega einhverjir sem eru hlynntir þessu. Ég efast ekkert um það. En það eru líka margir sem eru á móti þessu. Og auðvitað eru miklir hagsmunir í málinu. Þetta á eftir að tæta sundur samfélagið,“ segir Pétur Þorsteinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Norðurþing Orkumál Umhverfismál Skipulag Ferðamennska á Íslandi Vindorka Tengdar fréttir Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03 Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57 Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04 Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45 Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Áform um stóra vindmyllugarða milli Langaness og Vopnafjarðar Sveitarstjórn Langanesbyggðar skoðar nú hugmyndir um að reisa hátt í þrjúhundruð vindmyllur á sex svæðum milli Langaness og Vopnafjarðar. Rætt er um að allt að eitt þúsund megavött raforku verði virkjuð í vindmyllugörðunum. 20. júlí 2021 23:03
Stórfelld uppbygging seiðaeldis við Kópasker Einhver mesta uppbygging í sögu Öxarfjarðar fer nú fram við Kópasker. Þar er risin 2.400 fermetra bygging sem fullyrt er að sé stærsta hús í sögu héraðsins. 19. júlí 2021 22:57
Efna til íbúakosningar um umdeilda framkvæmd Byggðarráð Norðurþings mun efna til íbúakönnunar um afstöðu til uppbyggingar vindorkuvers á Melrakkasléttu. Þetta var samþykkt á fundi byggðarráðs síðasta fimmtudag. 10. júlí 2021 15:04
Nýjasta eyðibyggðin er á Melrakkasléttu Norðurströnd Melrakkasléttu er nýjasta eyðibyggð Íslands eftir að heilsársbúsetu lauk á síðustu sveitabæjum milli Leirhafnar og Raufarhafnar. 20. mars 2017 21:45
Staðfest að Rifstangi liggur norðar en Hraunhafnartangi Dæmi eru um að erlendir ferðamenn láti gifta sig á Hraunhafnartanga þar sem þeir telja hann nyrsta tanga Íslands. 1. júlí 2016 21:34