Fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. júlí 2021 12:00 Álfhildur Rósa [fyrir miðju] segir ákveðna ábyrgð felast í því að vera fyrirliði, hvað þá í jafn stórum leik og fram fer á morgun. Vísir/Hulda Margrét Þrátt fyrir ungan aldur hefur Álfhildur Rósa Kjartansdóttir verið fyrirliði Þróttar Reykjavíkur síðan 2019. Á morgun, föstudag, mun hún gera nokkuð sem enginn fyrirliði kvennaliðs Þróttar Reykjavíkur hefur gert áður: leiða lið sitt út í undanúrslitaleik bikarkeppninnar. FH kemur þá í heimsókn í Laugardalinn og fari svo að Þróttur vinni þá kemst félagið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögunni. Það er því ekki að ástæðulausu að talað sé um „stærsta leik í sögu kvennaknattspyrnu Þróttar.“ „Það sést alveg að það er mikil stemning í klúbbnum. Bæði í kringum liðið og hjá stuðningsfólki okkar. Það er verið að hvetja fólk til að mæta inn á Köttarasíðunni [stuðningssíðu Þróttar] og svona. Þar sem við erum á heimavelli er rosaleg dagskrá í kringum leikinn, grill fyrir leik, hoppukastali fyrir krakkana og fleira í þeim dúr,“ sagði Álfhildur Rósa í stuttu spjalli við Vísi fyrir stórleikinn á föstudag. Ásamt því að vera í undanúrslitum bikarsins þá sitja Þróttarar í 4. sæti Pepsi Max deild kvenna með 15 stig að loknum 10 leikjum, tveimur stigum minna en Selfoss sem er sæti ofar í töflunni. Álfhildur Rósa hefur byrjað alla leiki liðsins og þrátt fyrir að vera hörð í horn að taka á miðju vallarins hefur hún aðeins náð sér í eitt gult spjald en mörkin hafa látið á sér standa það sem af er sumri. „Við áttum svolítið erfitt með að koma okkur af stað í byrjun móts en erum mjög ánægðar með hvar við erum núna. Ekki annað hægt þegar við erum ofarlega í töflunni – eins og er – og komnar í undanúrslit í bikar, getum ekki mikið kvartað. Andrúmsloftið í liðinu er mjög gott og við erum sérstaklega spenntar fyrir leiknum á föstudag.“ Ákveðin ábyrgð sem fylgir fyrirliðabandinu Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þá hefur Álfhildur Rósa á sínu þriðju tímabili sem fyrirliði uppeldisfélagsins. Hún spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir Þrótt sumarið 2015 er liðið féll úr efstu deild. Þrátt fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir meistaraflokk og verið fyrirliði í rúmlega helming þeirra þá er leikurinn á morgun sérstakur. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa. Það er mikið af fólki að fara mæta, það er bara gaman en það verður pressa á manni að stýra liðinu og rífa það upp ef þess þarf. Það er meiri pressa í svona stórum leikjum en við stöndum allar þétt saman svo pressan dreifist í rauninni á alla, að mínu mati allavega.“ Álfhildur Rósa í baráttunni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Eiga harma að hefna Þegar ljóst var að Þróttur myndi fá FH, Val eða Breiðablik í undanúrslitum gat liðið vart beðið um betri drátt. FH – sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar – á heimavelli. Liðin hafa hins vegar mæst nokkuð oft undanfarin ár og miðað við úrslitin þá má reikna með hörkuleik. „Aðallega geggjað að vera á heimavelli í svona leik. FH hafa verið að standa sig mjög vel í Lengjudeildinni og við vitum alveg að þetta verður ekkert auðveldur leikur. Við höfum mætt þeim oft í gegnum árin og þetta verður mikil barátta.“ Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildarkeppni á undanförnum tveimur árum og einu sinni í bikarnum. Þróttur hefur vinninginn í deildinni - tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap - en FH vann bikarleik liðanna í Laugardalnum á síðustu leiktíð 1-0 og því eiga heimastúlkur harma að hefna á morgun. „Bikarinn er auðvitað allt öðruvísi keppni. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn og skipuleggja hvað við ætlum að gera í leiknum. Við höfum samt reynt að halda í sömu rútínu og vanalega þó við séum mikið að pæla í þessum leik.“ Besta stuðningsfólk landsins í stúkunni „Eins og staðan er núna er mjög sátt í Þrótti og líður vel þar. Maður veit samt aldrei hvaða tækifæri getakomið en eins og staðan er í dag er ég mjög sátt,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð hvað framtíðin bæri í skauti sér. Fyrr á þessu ári var hún valin í æfingahóp íslenska A-landsliðsins. Að lokum hrósaði fyrirliðinn stuðningsfólki Þróttar í hástert. Leyfa litlu stelpunum að fagna með @throtturrvk pic.twitter.com/Yt2VELgWrv— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 11, 2021 „Okkur í liðinu finnst við eiga besta stuðningsfólk landsins og viljum hvetja alla Köttara til að koma og horfa á okkur spila á föstudaginn. Það verður gríðarleg stemning á þessum leik,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur, að lokum. Þróttur Reykjavík og FH mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
FH kemur þá í heimsókn í Laugardalinn og fari svo að Þróttur vinni þá kemst félagið í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sögunni. Það er því ekki að ástæðulausu að talað sé um „stærsta leik í sögu kvennaknattspyrnu Þróttar.“ „Það sést alveg að það er mikil stemning í klúbbnum. Bæði í kringum liðið og hjá stuðningsfólki okkar. Það er verið að hvetja fólk til að mæta inn á Köttarasíðunni [stuðningssíðu Þróttar] og svona. Þar sem við erum á heimavelli er rosaleg dagskrá í kringum leikinn, grill fyrir leik, hoppukastali fyrir krakkana og fleira í þeim dúr,“ sagði Álfhildur Rósa í stuttu spjalli við Vísi fyrir stórleikinn á föstudag. Ásamt því að vera í undanúrslitum bikarsins þá sitja Þróttarar í 4. sæti Pepsi Max deild kvenna með 15 stig að loknum 10 leikjum, tveimur stigum minna en Selfoss sem er sæti ofar í töflunni. Álfhildur Rósa hefur byrjað alla leiki liðsins og þrátt fyrir að vera hörð í horn að taka á miðju vallarins hefur hún aðeins náð sér í eitt gult spjald en mörkin hafa látið á sér standa það sem af er sumri. „Við áttum svolítið erfitt með að koma okkur af stað í byrjun móts en erum mjög ánægðar með hvar við erum núna. Ekki annað hægt þegar við erum ofarlega í töflunni – eins og er – og komnar í undanúrslit í bikar, getum ekki mikið kvartað. Andrúmsloftið í liðinu er mjög gott og við erum sérstaklega spenntar fyrir leiknum á föstudag.“ Ákveðin ábyrgð sem fylgir fyrirliðabandinu Þrátt fyrir að vera aðeins tvítug þá hefur Álfhildur Rósa á sínu þriðju tímabili sem fyrirliði uppeldisfélagsins. Hún spilaði sína fyrstu deildarleiki fyrir Þrótt sumarið 2015 er liðið féll úr efstu deild. Þrátt fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki í öllum keppnum fyrir meistaraflokk og verið fyrirliði í rúmlega helming þeirra þá er leikurinn á morgun sérstakur. „Það fylgir þessu mikil ábyrgð og pressa. Það er mikið af fólki að fara mæta, það er bara gaman en það verður pressa á manni að stýra liðinu og rífa það upp ef þess þarf. Það er meiri pressa í svona stórum leikjum en við stöndum allar þétt saman svo pressan dreifist í rauninni á alla, að mínu mati allavega.“ Álfhildur Rósa í baráttunni í sumar.Vísir/Hulda Margrét Eiga harma að hefna Þegar ljóst var að Þróttur myndi fá FH, Val eða Breiðablik í undanúrslitum gat liðið vart beðið um betri drátt. FH – sem situr í 2. sæti Lengjudeildarinnar – á heimavelli. Liðin hafa hins vegar mæst nokkuð oft undanfarin ár og miðað við úrslitin þá má reikna með hörkuleik. „Aðallega geggjað að vera á heimavelli í svona leik. FH hafa verið að standa sig mjög vel í Lengjudeildinni og við vitum alveg að þetta verður ekkert auðveldur leikur. Við höfum mætt þeim oft í gegnum árin og þetta verður mikil barátta.“ Liðin hafa mæst fjórum sinnum í deildarkeppni á undanförnum tveimur árum og einu sinni í bikarnum. Þróttur hefur vinninginn í deildinni - tveir sigrar, eitt jafntefli og eitt tap - en FH vann bikarleik liðanna í Laugardalnum á síðustu leiktíð 1-0 og því eiga heimastúlkur harma að hefna á morgun. „Bikarinn er auðvitað allt öðruvísi keppni. Við erum byrjaðar að undirbúa okkur fyrir leikinn og skipuleggja hvað við ætlum að gera í leiknum. Við höfum samt reynt að halda í sömu rútínu og vanalega þó við séum mikið að pæla í þessum leik.“ Besta stuðningsfólk landsins í stúkunni „Eins og staðan er núna er mjög sátt í Þrótti og líður vel þar. Maður veit samt aldrei hvaða tækifæri getakomið en eins og staðan er í dag er ég mjög sátt,“ sagði miðjumaðurinn öflugi aðspurð hvað framtíðin bæri í skauti sér. Fyrr á þessu ári var hún valin í æfingahóp íslenska A-landsliðsins. Að lokum hrósaði fyrirliðinn stuðningsfólki Þróttar í hástert. Leyfa litlu stelpunum að fagna með @throtturrvk pic.twitter.com/Yt2VELgWrv— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 11, 2021 „Okkur í liðinu finnst við eiga besta stuðningsfólk landsins og viljum hvetja alla Köttara til að koma og horfa á okkur spila á föstudaginn. Það verður gríðarleg stemning á þessum leik,“ sagði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir, fyrirliði Þróttar Reykjavíkur, að lokum. Þróttur Reykjavík og FH mætast í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna klukkan 18.00. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Útsending hefst klukkan 17.50. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikarinn Þróttur Reykjavík Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira