Þórólfur neitar að taka við brekkusöngnum Snorri Másson skrifar 7. júlí 2021 12:01 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tók þjóðhátíðarlag ársins 1962 í Vikunni árið 2020. „Ég veit þú kemur í kvöld til mín...“ RÚV Eftir að brekkusöng Ingólfs Þórarinssonar var aflýst á Þjóðhátíð í vikunni upphófst nokkur umræða um það hver ætti að hlaupa í skarðið. Á meðal tillagna sem kom fram var að sjálfur sóttvarnalæknir tæki við brekkusöngnum, enda bæði Eyjamaður og lunkinn gítarleikari. Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021 Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason er alls ekki eins spenntur og þjóðin fyrir þessari hugmynd og þvertekur raunar fyrir hana. „Það yrði engum greiði gerður, hvorki mér né þjóðhátíðargestum, að ég tæki þetta að mér. Það er alveg klárt,“ segir Þórólfur í samtali við Vísi. Bryddað var upp á hugmyndinni á Twitter og hvar sem það hefur verið gert, hafa viðbrögðin ekki látið á sér standa. Logi Bergmann fjölmiðlamaður hefur fengið tæp 600 læk: „Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt.“ Hugmyndin um Þórólf á stóra sviðinu er ekki úr lausu lofti gripin, heldur hefur sóttvarnalæknir meira að segja gerst svo frægur að syngja þjóðhátíðarlög í beinni í Ríkissjónvarpinu. Þrátt fyrir það segir hann að brekkusöngur á Þjóðhátíð sé ekki í hans verkahring. „Ég get ýmislegt en þetta er bara ekki eitt af því sem ég gef mig út að gera,“ segir Þórólfur. „Í mínum huga er þetta bara grín ársins. Ég tek því bara sem slíku.“ Þórólfur ætlar að sögn ekki til Eyja um verslunarmannahelgina en var staddur á Goslokahátíð þar um helgina. Þjóðhátíðarnefnd hefur ekkert gefið upp um hver kunni að taka við keflinu af Ingó, en ýmsar tilgátur eru þó komnar fram. Til dæmis um að Hreimur Örn Heimisson taki þetta en lagið hans Lífið er yndislegt fagnar tuttugu ára stórafmæli í ár sem eitt vinsælasta þjóðhátíðarlag allra tíma. 13+ þúsund manns að syngja með Þórólfi er mjög flott og falleg hugmynd að mínu mati. Svona stór samkoma væri ómöguleg án hans hjálp. Finnst það mjög viðeigandi að hann fengi að stjórna brekkusöng í ár.— Jón Bjarni🇵🇸 (@jonbjarni14) July 6, 2021 Þórólfur Guðnason tekur þennan brekkusöng. Málið er útrætt— Logi Bergmann (@logibergmann) July 5, 2021 Er þetta ekki bara borðleggjandi dæmi?? Það sem þessi 15-20 þús manns í dalnum myndu öskursyngja sig í brekkusöngnum með þennan við stjórnvölinn pic.twitter.com/oT92Tm3ik5— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) July 4, 2021
Þjóðhátíð í Eyjum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34 Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48 Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Þakklát fyrir áskoranir og færi létt með að stýra Brekkusöngnum Þjóðhátíðarnefnd liggur undir feldi þessa dagana eftir að hafa ákveðið að Ingólfur Þórarinsson stýri ekki Brekkusöng á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Áskorunum rignir yfir nefndina um að fá Guðrúnu Árnýju Karlsdóttur til að stýra söngnum. 7. júlí 2021 11:34
Víðir bólusettur: „Þetta er meiriháttar“ „Þetta er meiriháttar,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, eftir að hann var bólusettur með bóluefni Janssen í Laugardalshöllinni klukkan 11 í morgun. 7. júlí 2021 11:48