Strandveiðar - Verk ganga orðum framar Magnús D Norðdahl skrifar 5. júlí 2021 15:29 Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús D. Norðdahl Píratar Sjávarútvegur Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Strandveiðimenn gætu horft fram á atvinnuleysi á næstu misserum þar sem aflaheimildir í kerfinu kynnu að klárast áður en strandveiðitímabilinu lýkur. Eins og staðan er í dag er þegar búið að nýta tæp 60% aflaheimilda samkvæmt tölum frá Fiskistofu. Á síðasta þingi lá fyrir frumvarp sem kvað á um að sjávarútvegsráðherra skyldi tryggja skilyrðislaust hverjum bát 48 daga á strandveiðitímabilinu 2021 með því að færa til aflaheimildir úr öðrum kerfum ef þörf krefði. Píratar lögðu fram tillögu við þinglok um að umrætt frumvarp yrði tekið á dagskrá þannig að hægt yrði að samþykkja frumvarpið og afstýra fyrirhuguðu atvinnuleysi hjá strandveiðimönnum þegar liði á tímabilið. Hver einasti af sjö þingmönnum Pírata greiddi atkvæði með tillögunni og það sama á við um tvo þingmenn Flokks fólksins og einn stjórnarþingmann. Allir aðrir þingmenn, 53 talsins ýmist greiddu atkvæði á móti tillögunni eða sátu hjá. Afstaða Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna kemur engum á óvart en það er með öllu óskiljanlegt að þingmenn VG, Samfylkingar og Viðreisnar hafi staðið gegn hagsmunum strandveiðisjómanna með þessum hætti. Rétt er að hafa framangreindar staðreyndir í huga í komandi kosningabaráttu. Orð eru einskis nýt ef þeim er ekki fylgt eftir í verki. Píratar sýndu með framgöngu sinni í þessu máli að hreyfingin er sjálfri sér samkvæm og að þingmenn hreyfingarinnar beita atkvæðisrétti sínum í samræmi við stefnumál og gefin loforð. Slíkt framferði skiptir miklu máli á sama tíma og virðing og traust fyrir stjórnmálafólki fer almennt minnkandi. Sjávarútvegsstefna Pírata frá árinu 2015 er afdráttarlaus og skýr. Auðlindaákvæðifrumvarps stjórnlagaráðs til stjórnskipunarlaga skal taka efnislega upp í stjórnarskrá þannig að tryggt sé að íslenska þjóðin sé eigandi sjávarútvegsauðlindarinnar. Aflaheimildir skal bjóða til leigu á opnum markaði og skal leigugjaldið renna í ríkissjóð og skulu öll úrslit uppboða gerð opinber. Störf Hafrannsóknastofnunar skulu gerð gagnsæ og starfshættir hennar aðgengilegir almenningi. Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum. Síðast en ekki síst skulu handfæraveiðar gerðar frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu. Hið tvíþætta kerfi aflamarksheimilda á markaði og frjálsra handfæraveiða, sem Píratar berjast fyrir, myndi krefjast þess að minnka yrði að einhverju leyti það magn kvóta sem færi á markað til þess að mæta þeirri aukningu sem yrði í handfæraveiðum. Þá verður einnig að horfa til þess að með "frjálsum" handfæraveiðum er ekki verið að vísa til þess að engar reglur eða umgjörð verði til staðar. Óhjákvæmilega verður ávallt einhver stýring til viðbótar við þær náttúrulegu skorður sem veðurfar setur veiðum af þessu tagi. Lykilatriðið er að auðvelda verður nýliðun í greininni og að tryggja atvinnuöryggi um land allt samhliða því að þjóðin sjálf fái notið aukinna tekna af þessari verðmætustu eign þjóðarinnar. Þessu markmiði má hæglega ná samtímis því að vernda fiskistofnana og tryggja vöxt og velferð þeirra til framtíðar. Það eina sem þarf er vilji og þor til að breyta kerfinu. Þeir stjórnmálaflokkar, sem hafa farið með meirihluta þingstyrks á Alþingi á síðustu árum, hafa fengið sitt tækifæri og nú er komið að Pírötum að leiða nauðsynlegar og löngu tímabærar umbætur. Píratísk umbreyting sjávarútvegsins er handan við hornið. Höfundur er oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi.
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun